Það er ánægjulegt að verða var við að skipulagsyfirvöld í Reykjavik séu að átta sig á grundvallaratriðum fræðanna um borgarskipulag. Þau hafa um nokkurra ára bil álitið skynsamlegt að beina öllum fjölmennustu vinnustöðunum inn í miðborgina. Það var einkum rökstutt með því að þannig væri hægt að leysa helstu samgönguvandamál borgarinnar. Þessi skipulagshugmynd er […]
Hugmyndin um línulegan miðbæ Reykjavíkur og „öflugum almenningssamgöngum“ (þ.e. Borgarlínu) kom fyrst fram í grein eftir Pétur H. Ármannsson arkitekt, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 17. september 2005. Þar skrifar hann um hugmyndina um línulegan miðbæ og samgönguás í ítarlegri grein um þróun miðborgar Reykjavíkur. Þessi grein hefur haft mjög mikil áhrif og er […]
Það einkennir umræðuna hér á landi að menn skipa sér í tvær andstæðar fylkingar í flestum málum. Það er að segja með eða á móti einhverju. Allt er annað hvort svart eða hvítt. Svo grafa menn skotgrafir og hrópa hver á annann öllum til leiðinda. Menn leita ekki lausna og reyna ekki að málamiðla. Þetta […]
Ég hitti tvo kollega mína við þriðja mann í vikunni. Staðsetning flugvallarins í Vatnsmýrinni kom til umræðu ásamt skipulagsáætlunum þar. Fljótlega var farið að tala um inngrip Breta í borgarskipulagið og hversu illa Reykjavíkurborg hefði farið út úr heimstyrjöldinni síðari þegar Bretar ákváðu staðsetningu Reykjavíkurflugvallar nánast í miðri borginni, sem ver auðvitað tóm vitleysa þó […]
Samkvæmt Morgunblaðinu í gær eru 712 einkabílar á hverja 1000 íbúa á Íslandi. Danir eiga samkvæmt sömu heimild 438 bíla á hverja 1000 íbúa. Eiga því íslendingar 63% fleiri einkabíla en Danir. Hvernig stendur á þessu? Skýringarnar eru eflaust margar. Í fyrsta lagi búum við fá í harðbýlu stóru landi og við misjöfn veður. Bílar […]
Ég kom í Norðurfjörð á Stöndum fyrir allmörgum árum í vinahópi, sem um áratugaskeið hefur farið árlega á fjöll saman. Vegna umræðna undanfarin misseri var ferðinni í ár heitið til Ingólfsfjarðar og Ófeigsfjarðar. Aðallega til þess að skoða Hvalársvæðið og náttúruna sem þar er að finna. Leiðin frá Norðurfirði yfir Meladal að Eyri við Ingólfsfjörð […]
Fyrir nokkrum árum setti Ólafur Þórðarsson arkitekt, sem starfar í New York, saman kort sem sýnir fjarlægðir frá flugvöllum nokkurra helstu borga í Evrópu og teiknaði inná kort af Reykjavík og nágrenni. Þetta er mjög áhugavert og í tengslum við hugmyndir Guðjóns Thors Erlendssonar um Hringborgina á Höfuðborgarsvæðinu og brú yfir Skerjafjörð sem fjallað hefur […]
Það er mikið rætt um með hvaða hætti á að takast á við uppbyggingu Notre Dame í París eftir brunann mikla í síðasta mánuði og sitt sýnist hverjum. Fyritækið Miysis í Belgíu sem eru sérstakir sérfræðingar í þrívíðum tölvumyndum er mjög upptekið af þessu og hefur að eigin frumkvæði lagt fram nokkuð ítarlegar tillögur […]
Það gera sér ekki margir grein fyrir hvað EES samningurinn, sem er 25 ára gamall um þessar mundir, breytti miklu fyrir arkitekta. Samningurinn breytti nánast öllu, það varð gjörbreyting á starfsumhverfi og tækifærum arkitekta. Samkeppni sem var nánast engin, jókst verulega eftir að samið var um EES og byggingalistin varð betri. Á níunda áratugnum voru líklega […]
Einhver sagði að það að horfa á Notre dame brenna hafi verið eins og að horfa á einhvern deyja. Notre Dame kirkjan á Ile de la Cité er fyrst og fremst helgidómur. Í annan stað er hún sögustaður, einhverjar merkilegustu menningarminjar Evrópu og í þriðja lagi stókostleg bygging og helsta kennileiti glæsilegustu borgar […]