Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 19.11 2019 - 11:45

Borgarskipulagið vaknar.

  Það er ánægjulegt að verða var við að skipulagsyfirvöld í Reykjavik séu að átta sig á grundvallaratriðum fræðanna um borgarskipulag. Þau hafa um nokkurra ára bil álitið skynsamlegt að beina öllum  fjölmennustu vinnustöðunum  inn í miðborgina. Það var einkum rökstutt með því að þannig væri hægt að leysa helstu samgönguvandamál borgarinnar. Þessi skipulagshugmynd er […]

Miðvikudagur 09.10 2019 - 10:30

Upphaf hugmyndarinnar um Borgarlínu?

Hugmyndin um línulegan miðbæ Reykjavíkur og „öflugum almenningssamgöngum“ (þ.e. Borgarlínu) kom fyrst fram í grein eftir Pétur H. Ármannsson arkitekt, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 17. september 2005. Þar skrifar hann um hugmyndina um línulegan miðbæ og samgönguás í ítarlegri grein um þróun miðborgar Reykjavíkur. Þessi grein hefur haft mjög mikil áhrif og er […]

Miðvikudagur 02.10 2019 - 10:58

Deilan um Laugaveg sem göngugötu.

Það einkennir umræðuna hér á landi að menn skipa sér í tvær andstæðar fylkingar í flestum málum. Það er að segja með eða á móti einhverju.  Allt er annað hvort svart eða hvítt. Svo grafa menn skotgrafir og hrópa hver á annann öllum til leiðinda.  Menn leita ekki lausna og reyna ekki að málamiðla. Þetta […]

Þriðjudagur 03.09 2019 - 11:04

Flugvöllur í Vatnsmýrinni í heila öld

Ég hitti tvo kollega mína við þriðja mann í vikunni. Staðsetning flugvallarins í Vatnsmýrinni kom til umræðu ásamt skipulagsáætlunum þar. Fljótlega var farið að tala um inngrip Breta í borgarskipulagið og hversu illa Reykjavíkurborg hefði farið út úr heimstyrjöldinni síðari þegar Bretar ákváðu staðsetningu Reykjavíkurflugvallar nánast í miðri borginni, sem ver auðvitað tóm vitleysa þó […]

Fimmtudagur 08.08 2019 - 14:24

Eru íslendingar úti að aka?

Samkvæmt Morgunblaðinu í gær eru 712 einkabílar á hverja 1000 íbúa á Íslandi. Danir eiga samkvæmt sömu heimild 438 bíla á hverja 1000 íbúa. Eiga því íslendingar 63% fleiri einkabíla en Danir. Hvernig stendur á þessu? Skýringarnar eru eflaust margar. Í fyrsta lagi búum við fá í harðbýlu stóru landi og við misjöfn veður. Bílar […]

Sunnudagur 21.07 2019 - 21:06

Hvalá og leiðin þangað.

Ég kom í Norðurfjörð á Stöndum fyrir allmörgum árum í vinahópi, sem um áratugaskeið hefur farið árlega á fjöll saman. Vegna umræðna undanfarin misseri var ferðinni í ár heitið til Ingólfsfjarðar og Ófeigsfjarðar. Aðallega til þess að skoða Hvalársvæðið og náttúruna sem þar er að finna. Leiðin frá Norðurfirði yfir Meladal að Eyri við Ingólfsfjörð […]

Fimmtudagur 20.06 2019 - 12:10

Flugsamgöngur við Reykjavík

    Fyrir nokkrum árum setti Ólafur Þórðarsson arkitekt, sem starfar í New York, saman kort sem sýnir fjarlægðir frá flugvöllum nokkurra helstu borga í Evrópu og teiknaði inná kort af Reykjavík og nágrenni. Þetta er mjög áhugavert og í tengslum við hugmyndir Guðjóns Thors Erlendssonar um Hringborgina á Höfuðborgarsvæðinu og brú yfir Skerjafjörð sem fjallað hefur […]

Mánudagur 20.05 2019 - 08:33

Tillaga að breytingu á Notre Dame.

      Það er mikið rætt um með hvaða hætti á að takast á við uppbyggingu Notre Dame í París eftir brunann mikla í síðasta mánuði og sitt sýnist hverjum. Fyritækið Miysis í Belgíu sem eru sérstakir sérfræðingar í þrívíðum tölvumyndum er mjög upptekið af þessu og hefur að eigin frumkvæði lagt fram nokkuð ítarlegar tillögur […]

Föstudagur 10.05 2019 - 11:44

EES samningurinn og starfsumhverfi arkitekta.

Það gera sér ekki margir grein fyrir hvað EES samningurinn, sem er 25 ára gamall um þessar mundir, breytti miklu fyrir arkitekta. Samningurinn breytti nánast öllu, það varð gjörbreyting á starfsumhverfi og tækifærum arkitekta. Samkeppni sem var nánast engin, jókst verulega eftir að samið var um EES og byggingalistin varð betri. Á níunda áratugnum voru líklega […]

Miðvikudagur 01.05 2019 - 12:59

Notre Dame – Endurgerð eða endurnýjun?

    Einhver sagði að það að horfa á Notre dame brenna hafi verið eins og að horfa á einhvern deyja. Notre Dame kirkjan á Ile de la Cité er fyrst og fremst helgidómur. Í annan stað er hún sögustaður, einhverjar merkilegustu menningarminjar Evrópu og í þriðja lagi stókostleg bygging og helsta kennileiti glæsilegustu borgar […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn