Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 04.09 2012 - 14:30

Hittumst á horninu-Söguvernd

  Myndin að ofan kom í hugan þegar Stefán Örn Stefánsson arkitekt flutti erindi sitt á málþingi sem haldið var s.l. laugardag í Norræna Húsinu. Málþingið var undir yfirskriftinni “Gamli og nýi tíminn hittast á horninu” og var þar fjallað um hvernig nýr og gamall arkitektúr mætast m.m. Stefán Örn fór yfir merka sögu hússins […]

Sunnudagur 02.09 2012 - 16:01

Þórsmörk

  Það var stórkostleg upplifun eftir að hafa gengið frá Emstrum 15-17 km leið um auðnir og sanda, vaðið jökulár að koma svo í Þórsmörk þar sem allsráðandi íslenska ilmandi og kræklótt birkið tók á móti manni.  Í fjarska til suðurs voru jöklarnir og öll náttúran í einhverju óskiljanlegu náttúrulegu jafnvægi þrátt fyrir andstæðurnar. Þetta er […]

Föstudagur 31.08 2012 - 08:41

LHS – Kynningarferlið o.fl.

  Í orði hefur kynningaferli vegna uppbyggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss verið ágætt. Fyrst var samkeppnin kynnt og þegar niðurstaða lá fyrir voru úrlausnir til sýnis á Háskólatorgi. Í framhaldi var sérstakur kynningarfundur haldinn um vinningstillöguna. Þá voru haldnir nokkrir opnir fundir þar sem áformin voru kynnt og rædd. Verkefnastjórnin kallaði til sín aðila á einkafundi þar […]

Miðvikudagur 29.08 2012 - 19:51

LSH – Menningarstefnan

  Á blaðsíðu 23 í “Menningarstefnu í mannvirkjagerð”,  sem er stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist  stendur: “Áhersla skal lögð á heildarmynd og mælikvarða þegar byggt er í og við eldri byggð. Til að tryggja heildrænt og sögulegt yfirbragð húsa, götumynda og byggðamynsturs er nauðsynlegt að stjórnvöld framfylgi skýrri stefnu þar um” Ég geri ráð fyrir […]

Miðvikudagur 29.08 2012 - 10:51

http://www.nyrlandspitali.is

  Prófessor við læknadeild HÍ benti í athugasemdarkerfinu í gær á hvar hægt væri að nálgast rök fyrir því hvernig aukningin á nýbyggingarmagninu á lóð Landspítalans átti sér stað. Úr 70-80 þúsund fermetrum upp í um 220 þúsund. Hann gaf upp slóð á vefnum nyrlandspitali.is þar sem hann taldi að hægt væri að finna einhver […]

Mánudagur 27.08 2012 - 11:17

LHS – Verktakaskipulag?

  Verktakaskipulag hefur verið skilgreint þannig að að það þjóni fyrst og fremst, eða eingöngu,  þeim sem fjárfesta á viðkomandi svæði. Það er að segja að skipulagið lýtur að þörfum og kröfum þess sem hefur forræði á landinu til eigin nota eða til sölu. Hagsmunir grenndarsamfélagsins eða borgarinnar sem heildar skiptir ekki meginmáli Borgin sjálf, […]

Laugardagur 25.08 2012 - 09:21

LSH – Skipulag auðnarinnar?

„Það er mikilvægt að gera hlutina rétt, en það er enn mikilvægara að gera réttu hlutina” Þessi fræga kennisetning úr verkefnastjórnun kemur í huga þegar maður veltir fyrir sér  auglýstu deiliskipulagi Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Og af hverju gerir hún það. Þegar framtíðarstaðsetning spítalans var ákveðin á sínum tíma var gert ráð fyrir um 70 […]

Föstudagur 24.08 2012 - 01:22

Katrín Sigurðardóttir mydlistarmaður

  Í nýjasta eintaki af tímaritinu MODERN PAINTERS er aðal efnið Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður. Það er alltaf ánægjulegt þegar maður verður þess var að  íslendingar og verk þeirra vekja athygli í hinum stóra heimi. Katrín  segir í viðtali í blaðinu að hún hafi  engan áhuga á arkitektúr. („in many ways, I´m profoundly uninterested in architecture“) Þetta […]

Þriðjudagur 21.08 2012 - 06:24

STÓLAR

    Hér að neðan er skemmtilegt og fróðlegt myndband þar sem framkvæmdastjóri Design Museum, Deyan Sudjic, fjallar um sögu og tilurð nokkurra frægra stóla. Allir þeir sem áhuga hafa á húsgagnahönnun ættu að skoða myndbandið sem tekur aðeins um 8 mínútut. Þeim tíma er vel varið.      

Fimmtudagur 16.08 2012 - 10:06

“Vansagt um Vatnsmýrarskipulag”

  “Í starfi borgarfulltrúa felast eflaust margar ánægjustundir. Sagt er að þar ofarlega á blaði sé úthlutun nýrra byggingalóða. Kunnugt er,  að Reykjavík telur sig þar vera í harðri samkeppni við nágrannasveitarfélögin um búsetu nýrra íbúa,  þ.e. nýrra skattgreiðenda. Þótt enginn skortur sé á lóðum af ýmsu tagi þegar litið er á höfuðborgarvæðið sem eina […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn