Í upphafi var kirkjan þar sem tveir kristnir menn komu saman. Í ritningunni segir „……látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús“ Þannig er byggingarefnið ekki timbur, steinar eða steinsteypa heldur mannlífið og fólkið sem er „….musteri Guðs“. Það er ekki húsið sem er musteri Guðs, heldur mannlífið. Það má kannski segja að samkvæmt […]
Í framhaldi af umræðu um matarmarkað við höfnina í Reykjavík þá var gerð ágætis tilraun sumarið 2010 með fiskmarkað fyrir almenning við grænu verbúðirnar við Reykjavíkurhöfn. Ljósmynd hér að ofan fékk ég senda frá einum lesanda síðunnar. Hún var tekin þegar markaðurinn var í rekstri í fyrrasumar. Tilraunin tókst vel og það er synd að hún […]
10 manns, 18 plötur af krossviði, 119 snið og 120.000 ísl kr. (1000 US dollarar) og óstöðvandi vinnugleði og sköpunargáfa. Þetta voru forsendurnar fyrir þessari hönnun. Stúdentar við Columbia University sköpuðu þetta og settu saman. Þetta er útisófi með liðamótum. Að neðan er að finna skemmtilega kvikmynd sem tekin var við smíðina. Framtakið minnir nokuð […]
. Sveitarfélagið Álftanes skuldar um sjö og hálfan milljarð króna. Í tengslum við endurskipulagningu á fjárhagi Álftaness hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagt að hann vilji sjá höfuðborgarsvæðið stokkað upp. Þetta er eitthvað sem allir sem hugsa um skipulagsmál hafa rætt áratugum saman. Það eru góð tíðindi að ráðherrann skuli beina augum manna að þessu. Ögmundur […]
. Á sjöttu hæð á SAS hótelinu í Kaupmannahöfn er eitt herbergi sem hefur verið haldið í sinni upprunalegu mynd frá því hótelið var opnað árið 1960. Þetta er herbergi nr.: 606 Herbergið er tíl sýnis fyrir áhugasama ef það er ekki í útleigu. Hótelið var teiknað af arkitektinum Arne Jacobsen sem flestir þekkja vegna […]
Fyrir réttum mánuði opnaði nýr matarmarkaður á Israels Plads í miðborg Kaupmannahafnar. Þetta er matarmarkaður þar sem seld er gæðamatvara sem ekki tengist stóru búðarkeðjunum. Aðdragandinn var ein 13 ár. Frumkvöðullinn var Hans Peter Hagen arkitekt sem stofnaði Köbenhavns Torvelaug árið 1998. Israels Plads á sér 122 ára sögu sem markaðstorg. En þar var opnaður […]
Á eyju skammt frá Gautaborg í Svíþjóð hefur verið byggður sumarbústaður sem fangar anda gömlu sumarhúsanna. Í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð er löng og djúp hefð fyrir sumarhúsum. Þjóðirnar byggðu sér afdrep í sveitinni sem hafði allt annað andrúm en heimili þeirra í borgunum. Fólkið vildi skipta um lífsstíl og umhverfi í frítíma sínum. Hér á […]
Það er ekkert svo vont að það boði ekki eitthvað gott. Hrun efnahagslífsins hér á landi markaði stefnubreytingu hvað varðar ferðavenjur fólks innan höfurðborgarsvæðisins. Kannski var hrunið upphafið að endalokum einkabílismans á höfuðborgarsvæðinu? Meðan á góðærinu stóð var mikið framboð af ódýru fé til fjárfestinga. Þetta kom ekki síður fram í hugmyndum manna um fjárfestingu […]
Í Seattle í Washington í Bandaríkjunum er unnið að því að leggja niður hraðbraut eina í miðbænum. Hugmyndin er að í stað hraðbrautarinnar verði komið upp léttlestarkerfi. Efst í færslunni er mynd sem sýnir samanburð sem gerður var í Seattle sem á að sýna okkur hver flutningsgeta léttlestar er miðað við einkabíl og það rými […]
. Sjörnuarkitektinn Daniel Libeskind hefur hannað viðbyggingu við gamla stríðsminjasafnið í Dresden í Þýskalandi. Safnið opnar endurnýjað þann 14. október næstkomandi eftir að hafa verið lokað í 22 ár. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmir stjörnuarkitektinn freklega fallega symetríu gamla hússins. En symetrían var einmitt helsti styrkleiki þess og einkenni. Libeskind reynir að […]