Miðvikudagur 22.09.2010 - 14:31 - Lokað fyrir ummæli

Kvennakúgun í boði stjórnvalda.

Nú veit ég ekki hvort að Jussanam de Silva varð fyrir ofbeldi en þetta kerfi er ólíðandi.  Ég skora á fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins misheppnaða að beita sér fyrir breytingu á því.

Í síðustu skýrslu sinni bendir Evrópuráðsnefndin um misrétti, ECRI, á það að þetta kerfi að konur af erlendum uppruna séu brottrækar úr landi ef þær skilji við eiginmenn sína innan þriggja ára leiði til þess að margar konur sitji fastar í ofbeldissamböndum. Bent er á það að 40% kvenna sem leituðu til Stígamóta á tilteknum tíma hafi verið af erlendum uppruna.

Íslensk stjórnvöld telja greinilega erfitt að breyta þessu en sannfæra fulltrúa ECRI um það að konur sem verði fyrir ofbeldi í samböndum og leiti skilnaðar verði ekki á brott reknar.  Þetta hefur því miður ekki haldið.  Ástæðan er m.a. sú að ofbeldi er oft erfitt að sanna og konur eru taldar ljúga ofbeldi upp á eiginmenn sína til þess að verða ekki vísað úr landi. Þess vegna er þeim vísað úr landi.

Það er til sáttmáli sem heitir ,,Act of Foreigners“ sem tekur á þessu en íslensk stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta hann.

Þetta brottvísunarkerfi er ólíðandi. Þarna er á ferð kvennakúgun í boði stjórnvalda.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Jón Magnússon

    Ég vill benda á tregðu útlendingarstofnunar til að taka gilda forsjárpappíra gefna út af ríkjum utan EES svæðisins og kemur stofnunin þannig í veg fyrir að börn sameinist hér á landi foreldrum sínum.
    Mæðrum er sagt að pappírarnir séu ekki teknir gildir hér og ekkert tillit tekið til að ríkin sem um ræðir gefa ekki út annarskonar pappíra.
    Mæðrum sagt að útvega réttan pappír sem ekki er hægt vegna þess að viðkomandi ríki gefa ekki út skjöl með því formi sem starfsmenn útlendingastofnunar góðtaka.
    Og við það situr.

  • Það er rétt Baldur, þetta er ekki alls staðar svona Í sumum, kannski flestum löndum er þetta ýktara. Til dæmis íslenska konan sem er ólétt útí Danmörku og á 4 ára barn með Dana. Hún sótti um félagsaðstoð og þá ætluðu dönsk yfirvöld að vísa henni úr landi. Hún hætti við að sækja um aðstoðina og þá drógu þeir brottvísunina tilbaka. Þetta er ekki svona hér. Ekki að ég sé að réttlæta rangt með röngu og við megum bæta margt hér á landi en það er hollt fyrir alla sjálfskipuðu mannréttindafrömuðina að kynna sér hvernig útlendingamálum er háttað erlendis áður en þeir jesúsa sig fram og tilbaka yfir málum hér á landi. Egill Helgason ætti til dæmis að hætta að hrópa „Svívirðilegt“ á torgum og líta sér nær. Í athugasemd við pistill sinn segir hann „Ein hlið á þessu, og það er sjaldnast sagt upphátt, er að til dæmis Asíubúarnir eru miklu betri starfskraftar en Íslendingarnir.“ Þetti er eðlilegt viðhorf hjá Agli, eða hvað? Er þetta kynþáttahyggja hjá Agli? Já. Það er misjafn sauður í mörgu fé, hvort sem það eru erlendir makar eða íslenskir makar og það þarf að finna ásættanlegan milliveg í þessu máli.

  • Steini ! Ég er einmitt kunnugur því hvernig þetta er erlendis. Þetta tiltekna atriði sem við ræðum um er víða manneskjulegra. Danska löggjöfin er svipuð okkar. Ég hef skoðað þetta sérstaklega í um 12 ríkjum Evrópu. Þða má hins vegar segja það að margt í löggjöf flestra ríkja er mjög þröngt. Bkv. Baldur

  • Sæll Baldur, það getur verið rétt, en miðað við hin Norðurlöndin, sem okkar löggjöf er nú miðuð við þá er þetta heilt yfir ekki húmanískara þar. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að það má ýmislegt bæta í okkar löggjöf en það þarf að gera það rólega og án allra hysteríu-ista ala popúlistinn Egill Helgason sem hefur ekki hundsvit á útlendingamálum og virðist þar að auki aðhyllast kynþáttahyggju miðað við athugasemd hans á sínu eigin bloggi. Því ég efast um að allir íslenskir makar sem eiga erlenda maka sem vilja skilnað séu vondir aðilar sem kúgi og/eða lemji erlenda maka sína. Stundum getur það átt við að e-h sé logið upp á íslenska makann til að losna úr hjónabandinu eftir að sá erlendi hefur öðlast landvistarleyfi (sem var kannski eina ástæðan fyrir hjónabandinu eins og Bjarni K. bendir á hér að ofan að geti gerst). Það er nefnilega oft ágætt að reyna að horfa á mál frá öllum hliðum áður en sleggjan er látin falla. Þess vegna þarf að skoða þessi mál/lög ofan í kjölinn og bæta þau þar sem við á þannig að þau séu ekki óréttlát. En það verður erfitt.

Höfundur