Fimmtudagur 23.09.2010 - 18:52 - Lokað fyrir ummæli

Er Haraldur Benediktsson að bulla?

Ég er einn af þeim sem hefur reitt fram háfa milljón til þess að fá ljósleiðara í hús okkar hjóna að Svínafelli í Öræfum.  Þetta geri ég til þess að geta unnið á tölvuna mína og horft á sjónvarpið mitt.  Það er vitaskuld megnasta óréttlæti, misrétti að íbúar á þessu svæði þurfi að kosta svona miklu til til að standa jafnfætis íbúum á höfuðborgarsvæðinu. Í leiðara í Bændablaðinu lætur Haraldur Benediktsson formaður hagsmunasamtaka bænda að því liggja að þetta sé Evrópusambandinu að kenna þ.e. þarna ,,virðist“ um að ræða ,,enn eitt dæmið um misheppnaða innleiðingu á Evrópusambandslöggjöf“.  Hvað meinar maðurinn?  Er þetta því að kenna að innleiðing misheppnaðist? Verður ekki að bæta úrþví?  Í framhaldinu má hins vegar beinlínis  skilja að þetta sé ESB að kenna.  Er maðurinn bara að bulla. Getur einhver sérfræðingur greint þetta?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Löngu ljóst að maðurinn er bara röklaus bullari, bændasamtökunum og er bændasamtökunum til skammar.

  • stefán benediktsson

    Hann er ekki að bulla hann veit bara ekkert um hvað hann er að tala. Heimtaug og heimtaug í þessum efnum er ekki það sama. Breiðband og ljósleiðari til dæmis gjörólík fyrirbæri. Fyrst er að koma sér saman um umræðuefnið og svo er hægt að skamma ESB, ef tilefni er til, sem er til efs.

  • „Hann er ekki að bulla hann veit bara ekkert um hvað hann er að tala. “

    Er þetta ekki nokkurnveginn það sama?

  • Hann er sem sagt að bulla. Veit ekkert um hvað hann er að tala. Hins vegar er hann greinilega með ESB fóbíu.

Höfundur