Fimmtudagur 23.09.2010 - 18:52 - Lokað fyrir ummæli

Er Haraldur Benediktsson að bulla?

Ég er einn af þeim sem hefur reitt fram háfa milljón til þess að fá ljósleiðara í hús okkar hjóna að Svínafelli í Öræfum.  Þetta geri ég til þess að geta unnið á tölvuna mína og horft á sjónvarpið mitt.  Það er vitaskuld megnasta óréttlæti, misrétti að íbúar á þessu svæði þurfi að kosta svona miklu til til að standa jafnfætis íbúum á höfuðborgarsvæðinu. Í leiðara í Bændablaðinu lætur Haraldur Benediktsson formaður hagsmunasamtaka bænda að því liggja að þetta sé Evrópusambandinu að kenna þ.e. þarna ,,virðist“ um að ræða ,,enn eitt dæmið um misheppnaða innleiðingu á Evrópusambandslöggjöf“.  Hvað meinar maðurinn?  Er þetta því að kenna að innleiðing misheppnaðist? Verður ekki að bæta úrþví?  Í framhaldinu má hins vegar beinlínis  skilja að þetta sé ESB að kenna.  Er maðurinn bara að bulla. Getur einhver sérfræðingur greint þetta?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Kristján Bjartmarsson

    Ég þekki ekki formann Bændasamtakanna (HB), en af því litla, sem ég hef séð af skrifum hans, sýnist mér hann heldur vilja veifa röngu tré en öngu. Skoðið t.d. þá staðhæfingu hans í leiðara Bændablaðsins 9. september s.l. (http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3183), að ofurtollar á búvörum veiti heimilunum „ gríðarlega afkomuvernd“(!).
    En í sambandi við orð þín um misrétti, Baldur, þá finnst mér það vitaskuld megnasta óréttlæti og misrétti að ég skuli ekki líka eiga hús í Öræfum, þeirri fallegu sveit :-). Án gríns, þá liggja ýmsar ástæður fyrir því hvar fólk velur sér búsetu. Hver staðsetning hefur venjulega bæði kosti og galla. Ég mundi gjarnan vilja búa í dreifbýli, með túnskika og bæjarlæk, „sem hjalar við mosató“, en því verð ég að fórna vegna annarra hagsmuna. Menn geta ekki bara valið kostina við tiltekna búsetu og ætlast til að samfélagið bæti manni upp ókostina. Því má svo bæta við, að fæst fólk í þéttbýli er með ljósleiðara inn til sín.

  • Sæll Kristján. Mér finnst að ríkið ætti að búa öllum landsmönnum svipuð skilyrði í þessum efnum. Bkv. B

  • Kristján Bjartmarsson

    Innifelur það bæjarlæk :-)?

  • Rennandi vatn, já!

Höfundur