Miðvikudagur 27.10.2010 - 17:30 - Lokað fyrir ummæli

Um presta og immana og herforingja!

Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu.  Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt  ,,secular“ ríki.

Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum.  Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.

Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri.  Lifa fjölskyldulífi.  Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki.  Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.

En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur.  Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Baldur Kristjansson

    Hvaða skapvonska er þetta Sjón. Slakaðu á og vertu ekki með þennan hroka. Þú veður bara hér inn með einhvern derring. Fyrri færsla þín hafði allt annað yfirbragð og viðkunnanlegra. BKv. baldur

  • Kjartan Valgarðsson

    Sæll Baldur,
    sekúlarismi er hluti af sögu og menningu „kristinna“ þjóðfélaga. Hann er ekki hluti af öðrum trúabragðahreyfingum, s.s. islam, eftir því sem ég veit best. Sekúlarisminn hófst með orðunum „gjaldið keisaranum það sem keisarans er…“ eins og dr. Gísli Gunnarsson hefur bent á.

  • Halldór Logi Sigurðarson

    >mannréttindi vesturlanda eiga rót sína í kristinni siðfræði.

    Og uppgötvun hjólsins á rót sína við nýjustu kynslóð iPod.

    Mannréttindin eru komin frá almennri mannlegri og meðfæddri siðfræði, sem loks tókst að koma almennilega í lög þegar KIRKJAN og konungar féllu frá. Kristnin hefur ekkert hjálpað til þess.

  • Baldur Kristjansson

    Kristnin hefur hjálpað til held ég. Boðskapur Krists a.m.k. En upphaf siðfræði á sér rót mikjlu lengra aftur og var útfærð af egypskum konungum og síðar Grikkjum eins og við þekkjum. Kristni Plas postula er svo samsuða úr kristi, grikkjum og almennri skynsemi ásamt vænum skammti af fordómum sem hver maður ber í brjósti. Þetta er auðvitað upphaf siðfræði á harðahlaupum hjá mér. BKv. b

Höfundur