Það var lærdómsríkt að horfa á Jón Gnarr í Kasljósinu. Venjulegur maður sem er borgarstjóri og er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Ekkert málskrúð, ekkert lýðskrum. Rökréttur, hugsandi, vill vel. Það er mikill léttir að gamli Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki ráða Reykjavík með andliti nýja Sjálfstæðisflokkins. Hvernig væri að losna alveg við olíufélögin og gömlu valdaklíkurnar úr stjórnmálum. Hafa bara nýtt fólk án gamalla bakhjarla.
P.s. Og þetta auðvitað við um aðra flokka að breyttu breytanda sérstaklega Framsóknarflokkinn.
Það eru ekki bara stjórnmálamenn sem mega taka upp nýjar og betri vinnuaðferðir. Mér sýnist fjölmiðlamenn bara kunna á útúrsnúnga hinna gömlu og verða alveg eins og sauðir þegar þeim er svarað af heiðarleika og hreinskilni og sagt satt. Jón var flottur og Brynja týnd.
Mér finnst fulldjarft að lýsa núverandi borgarstjóra sem „venjulegum manni“. Jón Gnarr er ýmis konar, en venjulegur er hann ei. Hann notar sömu trixin og aðrir pólitíkusar, bara í öðrum umbúðum. Í máli hans eru útúrsnúningar, hálfsannleikur, lýðskrum og aulahúmor dulbúið sem heiðarleiki og einlægni. Eru gjaldskrárhækkanir, hópuppsagnir og útsvarshækkanir og lokun á þjónustu borgarinnar einhver vitnisburður um nýja hugsun í pólitík? Komon.
Þannig að ég, sem kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna hugsjóna hans, má ekki ráða í þínu draumalandi? Þú boðar sem sagt það að bara þeir sem hugsa eins og þú megi fá að ráða og hafa kosningarétt, en við hin, sem erum þér ósammála, eigum ekki að fá að ráða?
Það er nú þannig að rétt rúmlega 30% kjósenda kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningum ár eftir ár, og það eru alltaf fleiri flokkar í framboði og hverjum og einum frjálst að stofna sinn flokk og bjóða sig fram. Þú ert sem sagt að segja að þessi 30% kjósenda viti ekki hvað þau gjöri (og þar af leiðandi ákallar þú einhvern til að fyrirgefa þeim?) og því beri að banna þeim að kjósa. Af því að þú ert þeim ósammála?
Gnarr er ekki venjulegur maður, hann er rugludallur sem veldur ekki starfi sínu. Þér finnst kannski hressandi og skemmtilegt að horfa á hann bulla og vita ekkert út á hvað starfið gengur, en ég viss um að fjölskyldan sem nær vart endum saman um hver mánaðarmót finnist ekkert sérlega fyndið að sjá útvarið hækkað og orkureikningana hækkaða. Allt í boði Gnarrs, þó hann segist hvorki vilja þetta né skilja þetta.
hahahahaha… mikið er það fyndið að fólk skuli ekki ná endum saman vegna þess eins hvað Gnarr er fyndinn og „venjulegur“.
Veistu, ég held að það yrði mikið lán fyrir þjóðina ef Gnarr og fólk eins og þú, síra minn, hreinlega hættuð að sturta yfir þjóðina ruglinu og bullinu sem upp úr ykkur vellur.
Og ef þér er annt um að hreinsa til í stöðnuðu kerfi þar sem valdaklíkur ráða ríkjum, þá ættir þú að horfa á kirkjuna og hvernig hún sogar til sín skattfé á hverju ári til að borga þér (svo dæmi sé tekið) laun. Ég er viss um að fórnarlömb kynferðisofbeldis frá hendi kollegum þínum og samkynhneigðir (allt fólk sem borgar drjúgan hluta af sínum mánaðarlaunum til ykkar) væru alveg til í að sjá tekið rækilega til í ykkar fílabeinsturni.
En kannski er það bara þannig hjá ykkur prestum að lýðræðið skal takmarkað við þá sem eru ykkur sammála, og hinir eru útilokaðir. Það rímar alla vega vel við þann boðskap þinn að afnema kosningarétt þeirra sem kjósa „gömlu“ flokkana.
Skelfingar læti eru þetta. Smáfærsla um ágæti Jóns Gnarr og gott sé að gamli Sjálfstæðis fái frí verða tilefni reiðlestra um kynferðisofbeldi, kirkjur og guð má vita hvað. ‘Eg held að rétt sé fyrir fólk að róa sig . BKv. baldur