Fimmtudagur 11.11.2010 - 17:09 - Lokað fyrir ummæli

Framleiðsla ,,samhljómunar“

Chomsky myndi segja að Lára Hanna færi út fyrir ramma hins viðurkennda og ynni því á móti markmiðum fjölmiðla og samfélags að kynna eina afstöðu, eina heimsmynd sem hina einu réttu.  Hlutverk miðlanna er með öðrum orðum skv. Chomsky að framleiða ,,consensus“ eða samhljóða álit.   Þar er í þágu þessa ómeðvitaða markmiðs að þaggað er niður í Láru Hönnu.  Átyllan er heiðarleg.  Fyrir utan það að inntak pistlanna stuðlaði ekki að ,,samhljóðun“ þá birti hun ritverk sín á smugunni.  Það er að bíta höfuðið af skömminni. Smugan og VG eru líka á mörkum hins viðurkennda í íslensku samfélagi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • María Kristjánsdóttir

    Góður flötur. Annars hef ég verið að brjóta heilann um hvernig eigi að þýða „consensus“ hjá Chomsky. Hvort ekki mætti segja að fjölmiðlar „búi til samþykki“ hjá fjöldanum eða eitthvað í þeim dúr?

  • Baldur Kristjánsson

    Sæl María! Kom Chomsky í hug um svipaðan tíma og ég sá þitt síðasta blogg og mundi það svo síðar að þú gerðir honum skil, ekki satt? takk fyrir hughrifin. BKv. B

  • María Kristjánsdóttir

    Ég var nú ekkert að hugsa um það, kæri Baldur. Heldur consensus. „samhljóðun“ það hljómar líka vel. Heyrði „samstilling“ í allt öðru samhengi í vikunni. – chomsky er svo fínn. vonandi fáum við að sjá hann „live“ á næsta ári.

  • stefán benediktsson

    Það er stutt á jaðarinn í þorpinu okkar og sumum finnst það eins gott því þar sem langt er á jaðarinn næst ekki að þagga niður í mönnum eins og Chomsky.

Höfundur