Þriðjudagur 16.11.2010 - 16:08 - Lokað fyrir ummæli

Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti

Undirritaður er á Kirkjuþingi í fyrsta skipti.  Þar sitja 17 leikmenn og 12 prestar. Auk þess þrír biskupar án kosningaréttar.  Mörg ágæt mál eru á dagskrá. Kirkjan er að leggja niður prestsembætti, selja eignir, spara á öllum sviðum.  Kirkjan þarf/ætlar að spara 260 milljónir á tveimur árum. Fyrir árið 2011 er þetta 7,5%. Var um 10% niðurskurður  árið 2010.  Síðan eru mörg mál er snerta innra starf eins og gengur, fræðslustefna og annað slíkt.  Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti í Fréttablaðinu í morgun að kirkjan sé að verja úrelta stofnana og embættishagsmuni. Svona sleggudómar bera vott ókunnugleika og dómhörku. Þetta er langt frá því að slíkur andi svífi hér yfir vötnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • Hjörtur Magni er að svara umræðu í þjóðfélaginu.

  • Skúli H. Skúlason

    Þetta tal um árásir á þjóðkirkjuna og að öll spjót beinist af henni er óneitanlega svolítið öfugsnúið. Hið rétta er náttúrulega að sú gröf sem þjóðkirkjan er komin í hafa forsvarsmenn hennar síðustu áratugi grafið hjálparlaust og viðbrögð samfélagsins við því eru í raun afar eðlileg viðbrögð. Þar er eiginlega hvert klúðrið á fætur öðru. Fyrir utan ótrúlega klúðurslega úrvinnslu úr þeim alvarlegu málum sem tengdust fyrrverandi biskupi, raunar alveg frá upphafi þess máls og fram á þennan dag, þá hefur maður horft agndofa á nánast ofstækisfull viðbrögð við hugmyndum um að trúboð verði bannað í skólum landsins (þarf nokkuð að minna á ummæli biskups um að það leiði til fáfræði og andlegrar örbrigðar, greinilega ekki lítið hlutverk sem hann ætlar kirkjunni í skólum og lítil trú sem hann hefur á kennarastéttinni) og svo núna viðbrögðin við hugmyndum um löngu tímabærann aðskilnað ríkis og kirkju. Grein Hjartar Magna rímar óneitanlega býsna vel við það sem maður hefur undanfarið séð koma frá biskupsstofu. Þó svo kirkjuþing sé eitthvað að vinna í sparnaðarhugmyndum breytir það ekki því að lýsing hans á eðli þjóðkirkjunnar er bara mjög sannfærandi.

  • Þórður Örn Arnarson

    Hann rökstyður nú mál sitt nokkuð vel. Ólíkt þér sem lætur þér nægja að segja að kveðja hans sé ósmekkleg, það beri vott um ókunnugleika og dómhörku. Svo bætirðu við að þú myndir aldrei gera neitt svoleiðis 🙂

  • Gagarýnir

    Þarna er komið að hefðinni fyrir því að prestar hafi góð „brauð“ og leiti ávallt betri. Þeir voru af menntastétt og sáu skólabæður sína komast til álna í lögfræði og bisness. Skítt er nú ekki að þjóna Drottni á þessum síðustu tímum þegar þeir sem við er miðað hafa aldeilis gert í brók sína.

Höfundur