Þriðjudagur 16.11.2010 - 16:08 - Lokað fyrir ummæli

Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti

Undirritaður er á Kirkjuþingi í fyrsta skipti.  Þar sitja 17 leikmenn og 12 prestar. Auk þess þrír biskupar án kosningaréttar.  Mörg ágæt mál eru á dagskrá. Kirkjan er að leggja niður prestsembætti, selja eignir, spara á öllum sviðum.  Kirkjan þarf/ætlar að spara 260 milljónir á tveimur árum. Fyrir árið 2011 er þetta 7,5%. Var um 10% niðurskurður  árið 2010.  Síðan eru mörg mál er snerta innra starf eins og gengur, fræðslustefna og annað slíkt.  Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti í Fréttablaðinu í morgun að kirkjan sé að verja úrelta stofnana og embættishagsmuni. Svona sleggudómar bera vott ókunnugleika og dómhörku. Þetta er langt frá því að slíkur andi svífi hér yfir vötnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • Soffía Sigurðardóttir

    Mér finnst þessi vera smekkleg:
    http://kirkjuthing.is/mal/2010/24

  • Guðmundur St. Ragnarsson

    Hjörtur Magni virðist ná eyrum Vantrúarguttana á jákvæðan hátt. Það segir allt sem segja þarf.

  • Guðmundur St. – sumir prestar ríkiskirkjunnar hafa náð eyrum „Vantrúarguttana“ (sic) á jákvæðan hátt. Hvað segir það?

    Hættum þessum fordómum, þetta tal þitt jaðrar við hatursáróður.

  • Saumum púða undir rassgatið á vantrúarliðnu svo það þurfi aldrei að finna fyrir sérstöðu sinni og ítroðsla þeirra og mannfjandsamleg trúarsjónarmið sem þeir innprenta börnum sínum þurfi aldrei að fá viðnám. Bönnum gagnrýni á viðhorf siðmenntar og vantrúar af því að þau eru svo rétt og sanngjörn að það er ekki hægt að gagnrýna þau. Svo skulum við ekki gleyna því að siðmenntar og vantrúarliðið situr með mikrafón og tekur upp sunnudagsræður prestanna þegar þeir tala við söfnuð sinn og greina „trúvilluna“ sem frá þeim kemur. Síðan hrópa þeir á lokun útvarpsmessunnar á Sunnudögum! til að þagga niður mögulega gagnryni. Villa prestanna felst í því að verja trú sína fyrir árásum „mannréttindafrömuðanna“. Hræsnisfull og sjálfshælnisleg viðhorf vantrúarliðsins eru því miður að ná tökum á umræðunni. Viðkvæmt jafnvægi sem hér hefur ríkt í trú og trúarumræðu er að raksast. Siðrof er markmið „siðmenntar“. Þvílíkur öfugmæla söfnuður.

Höfundur