Óstjórnleg ESB móðursýki í sumum mönnum. Hvað er að óttast þó við göngum í ESB? Við erum þegar mestanpart þar inni og það eina sem breytist er að við komumst að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar. Engin þjóð í ESB hefur áhyggjur af sjálfstæði sínu. Þetta er bandalag sjálfstæðra þjóða. Með fullri aðild opnast gríðarlegt markaðssvæði fyrir framleiðsluuvörur okkar. Menning okkar myndi styrkjast. Mannréttindi aukast. Stjórnsýslan verða betri. Lífskjör almennings myndu batna. Það eru meira að segja líkur á því að bændum hætti að fækka en búum hefur fækkað hrikalega hérlendis undanfarinn áratug. Samt truflast sumir menn hreint og beint þegar kemur að þessu nánast sjálfsagða máli sem innganga í ESB er?
Af hverju er þetta svona mikið mál. Það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB. Sorglegt að sumir þingmenn vilji jafnvel stjórnarkreppu vegna prinsipp áráttu um ESB. Ég vil í það minnsta fá kynna mér ESB og fá svo að kjósa um málið.
Andstæðingar ESB óttast valdaafsal. Þeir óttast að fámenn þjóð hverfi í stórt mannhaf. Sumir trúa því í raun og veru að miðin kringumlandið muni fyllast af erlendum skipum. Aðrir óttast að allt fyllist af útlendingum eða að ríkir útlendingar muni kaupa allt sem falt er. Fámenn þjóð á jaðri Evrópu óttast fjölmennar og völdugar þjóðir. Sumir óttast einfaldlega um eigin völd.Fjölmargir aðilar í rekstri óttast að standast ekki samkeppni. Að baki öllu liggur vanmáttug og veikburða þjóðerniskennd.
Eigin hagsmunir einhverra sem eru að styrkja viðkomandi – gamaldags og forpokuð hugsun – ótti við bata er viss tegund af móðursýki – nauðsyn þess að viðhalda þvingunum – þröngsýni o. fl. – o. fl.
það er þessi furðulegi málflutningur eins og hjá Sigurði Gunnarssyni sem gerir alla samræðu um ESB marklausa því miður