Lýðskrumsflokkum sem ala á útlendingaótta hefur vaxið fiskur um hrygg í Evrópu á undanförnum árum og misserum. Tónn forsvarsmanna meginflokka hefur sem viðbragð við þessu orðið óbilgjarnari í garð útlendinga en þeir hafa þó gætt sín að fara ekki yfir ákveðin strik. Hér á Íslandi hafa smáflokkar jafnt sem meginflokkar verið til fyrirmyndar enda Íslendingar umburðarlyndir og mannelskir upp til hópa. Nú hefur formaður Framsóknarflokksins vikið frá þessum gildum sem mótuð hafa verið bæði á vettvangi Evrópuráðsins og Evrópusambandsins og tengir sama glæpi og útlendinga í lýðskrumsfyrirspurn á Alþingi Íslendinga. Gamlir og grónir Framsóknarmenn ættu að taka formanninn á hné sér og kenna honum að ræða þessi mál án þess að ala á úlfúð í garð þeirra samborgara okkar sem eru af erlendum bergi brotnir eða innflytjenda og hælisleitenda almennt.
Kjósendur spörkuðu Frjálslynda flokknum út af borðinu fyrir sams konar tilburði.
Þetta er ekki lýðskrum.
Þvert á móti er það staðreynd að mikil fjölgun afbrota hefur fylgt mikilli fjölgun útlendinga hér á landi.
Hefur þú kynnt þér fjölda erlendra fanga í íslenskum fangelsum?
Þeir líkja dvöl á Hrauninu við dvöl á lúxushóteli.
Eitthvað veldur þessu.
Getur verið að erlendir glæpamenn haldi gagngert til íslands vegna þess hve varnir eru veikar hér og pólitísk rétthugsun ríkjandi?
Það mætti segja mér það.
Þið vinstri menn neitið að horfast í augu við staðreyndir.
Miklu þægilegra að kenna hinum um útlendingahatur og saka þá um annarleg sjónarmið.
Fíflska ykkar, er og verður þjóðinni dýr.
Hér er grein um áhrif Schengen á afbrot erlendra ríkisborgara í ríkjum Schengen samstarfsins.http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1168986/
Greinin er skrifuð af Hjörleifi Guttormssyni fyrrum þingmanni. Í greininni er talað um nákvæmlega sömu hluti og Sigmundur spyr um í fyrirspurn sinni.
Er Hjörleifur Guttormsson þá líka lýðskrumari sem „elur á úlfúð í garð þeirra samborgara okkar sem eru af erlendum bergi brotnir eða innflytjenda og hælisleitenda almennt“ og er hann líka „á leið til ofstækisins“ ?
Svar óskast.
Nenni ekki að skrifa um SDG og hans líka. Hvet fólk til að kynna sér starf „Group of Eminent Persons“ og lesa lokaskýrslu þessa hóps.
http://www.coe.int/t/dc/files/events/groupe_eminentes_personnes/default_EN.asp
Þessi fyrirspurn Sigmundar er fullkomlega eðlileg og á ekkert skylt við rasisma.
Það á að ríkja gegnsæi í svona málum.
Við vitum að margir glæpamenn flýja heimalönd sín undan armi réttvísinar þar í landi, til þess eins og geta stundað iðju sína í öðrum og oft frjálsari og opnari löndum og misnota því það frelsi sem hin opnu og frjálsu ríki í Vestur-Evrópu bjóða upp á.
Þessir glæpamenn eiga ekkert skylt með þeim innflytjendum sem koma til þessara sömu Vestrænu ríkja.
Að loka augunum fyrir þessum staðreyndum og vilja þagga alla umræður um þessi mál niður, varð einmitt mörgum frjálslyndum og jafnaðarmannaflokkum að falli í löndum eins og í Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og víðar.