Mánudagur 19.09.2011 - 11:08 - Lokað fyrir ummæli

Nauðungarbúðir ónýts gjaldmiðils!

Andorramenn hafa áhyggjur af fólksfækkun.  Færri vilja setjast þar að en áður vegna þess að landið er utan Evrópusambandsins og efnhagssvæðis Evrópu og íbúar þar geta af þeim sökum ekki flutt óhindrað milli landa í Evrópu.  Fólk vill því frekar búa á Spáni eða í Frakklandi.  Þannig væri Ísland Guðna Ágústssonar og Jóns Bjarnasonar, utan evrópska efnahagssvæðisins.  Ungt fólk vill í auknum mæli búa þar sem það er frjálst.  Kærir sig ekki um yfirvöld sem halda þeim í fjötrum tolla, leyfa og í nauðungarbúðum ónýts gjaldmiðils.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Ólíkt íslendingum. Þá hefur Andorra aldrei verið með sinn eigin gjaldmiðil. Þegar Spánn og Frakkland voru með sína gjaldmiðla. Þá notaði Andorra báða gjaldmiðlana. Þegar evran var tekin upp. Þá tók Andorra upp evruna einhliða, en ekki með samningum eins og nokkur smáríki í Evrópu gerðu.

  • Frikki Gunn.

    Ég held nú að vandamálið með fólksfækkun í Andorra sé af öðrum toga en Baldur tilgreinir.

    Það að setja samasemmerki milli þess að ríki sé ekki í ESB og þess að fólk vilji ekki búa þar af þeirri ástæðu, er afskaplega grunnhyggið.

    Málið er nefnilega það að Spánverjar og Frakkar flúðu þangað til að forðast skatta heimalandanna og njóta þess að landi var fríhöfn.

    Eftir að Andorra gerði tvísköttunarsaminga við ESB, þá var bara ekkert gaman að búa í þessu fjallaríki fjarri skarkala heimsins, og því var bara eins gott fyrir skattaflóttamenn frá Frakklandi og Spáni, að hypja sig heim aftur.

  • Frikki. Vandamál theirra er aò their hafa ekkert Sem viò köllum eec samning. Frjálsa för fólks. Vandamáliò er ekki aòildarleysi. Fulla aòild Vilja their Alls ekki.kV. B

  • Frikki Gunn.

    Já, Baldur. Andorra er ánægt með sinn sérstatus sem fríríki og vilja ekki tengjast stóru ríkjasambandi eins og ESB af því að þeir telja að það henti þeim ekki.

    Aðild að ESB eða ekki aðild að ESB hefur ekkert með það að gera að fólk flytji þaðan í burtu.

Höfundur