Fimmtudagur 06.10.2011 - 11:41 - Lokað fyrir ummæli

Er kristnin óþörf?

Við eigum að gera ríkisvaldið hlutlaust gagnvart trúarbrögðum án þessa ð rjúfa siðinn. Hvað á maðurinn við.

Öll samfélag þurfa festu, grunn, samhengi, stöðugleika. Okkar samhengi sækjum við til kristni.  Hátíðisdagar kristni ramma inn árið. Sigurmerki kristninnar er grunngerð fánans, þess merkis sem við höfum sameiginlega og það mótar sönginn, þjóðsönginns em er okkar sameiginlegi söngur. Við höfum hefðir sem rista djúpt og tengja saman fortíð, nútíð og framtíð.  Í bókmenntum, örðum listum og daglegu lífi eru tákn hvarvetna sprottin upp úr þessum jarðvegi.  Við eigum ekki að bylta þessu af okkur síður en svo.  Kristnin bæði uppfyllir ágætlega trúarþörf þeirra sem hana hafa og frá dögum Konstantíusaar hefur hún skipulega verið byggð upp sem hluti af samfélagsskipun og hefur reynst vel sérstaklega í seinni tíð.

Að þessu sögðu: Við eigum að gæta þess vandlega að algert trúfrelsi ríki.  Þó að siður þessa sérstaka ríkis sé kristinn þá má enginn efast um það að menn njóti jafnræðis sama hvaða trú þeir hafa eða hvort þeir hafi nokkra.  Þetta nái auðvitað til trúfélaga og nái jafnt til veraldlegra sem andlegra hluta.  Allir eiga þannig að hafa sama rétt til bygginga fyrir túfélög sín og sama rétt til fjármuna frá ríkinu sé um slíkt að ræða.  Þetta er ekki vandalaust í framkvæmd því að ríkjandi trúarbrögð hafa alltaf það forskot að fleiri vilja hygla þeim en öðrum og þau tengjast líka kúltúr, fornminjum og sögu með þeim hætti að kann að styrkja þau í nútíma praktíkst séð.

En þetta er verkefni. Í praktískum skilningi þarf ríkisvaldið að verða svo hlutlaust að jafnræði ríki og trúfrelsið það algjört að ekkert ríkisvald reyni að hindra vöxt og viðgang nokkrurrar trúar eða þá trúleysis ef út í það er farið.

Þó að við séum hætt að trúa öllu bókstaflega sem stendur í ritningunum og að flugur séu frá helvíti þá er trúarþörf mikil hjá mörgum manneskjum og mér sýnist hún fá ágæta útrás í hinu kristna drama.  Islömskum vinum mínum virðist líka vel í sinni trúarhefð og svo virðist  um flesta.  Ég er ósammála þeirri tesu Dawkins að hið hófsama trúfólk sé eldiviðurinn fyrir öfgarnar sem finna má aðallega í kristni og islam.  Það má alveg eins rökstyðja það að hið hófsaam fólk haldi öfgunum í skefjum.  Það er því ekki endilega rétt að segja að trú ali af sér öfgar ekki frekar en að trúleysi ali af sér öfgar.  Trú er þarna hvort sem okkur líkar betur eða verr og verður meðan manneskjan er eins og hún er. En um það hvort að svo sé er mönnum rétt og skylt að deila því að engin algild sannindi eru til nema þá helst í raunvísindum en þá opnast nú reyndar nýr gluggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Kristnin er óþörf fyrir suma – öðrum finnst svo ekki vera. Er Íslam óþarft? Svarið að sjálfsögðu það sama. Ég held að nær sé að spyrja hvort það fari saman að hafa ríkiskirkju og það að hafa trúfrelsi? Ég held að slíkt fyrirkomulag geti (og hafi) ótvírætt leitt til árekstra. Við sjáum slíka árekstra í þeirri arfleifð að kirjunar þjónar hafa átt greiða leið með trúboð inn í uppeldsistofnanir hins opinbera og í fleiri málum.
    En auðvitað er það rétt að kristin trú og hefðir rista djúpt í okkar samfélagi en það sama gildir um danska konunginn. Við rufum þó formlega þau tengsl fyrir nokkrum áratugum og ég held að flestir í dag séu sammála því að að það var gæfuspor þó svo að hefðin hefði rist ákaflega djúpt.
    Önnur hefð sem ristir djúpt og er vaxandi er sk. secularismi sem aðgreinir ríkisvald og trú. Þegar við horfum á framfarir lýðræðissamfélaga síðustu alda þá tel ég að sekularisminn hafi fremur rutt brautina til framfara frekar en kennisetningar kikjuvaldsins. Kirkjuvaldið hefur stöðugt dregið lappirnar í jafnréttis-, kynþátta- og hvers kyns annarri mannréttindbaráttu sl. alda og áratuga. Sama gildir um tækniframfarir, þar hafa kristin sjónarmið (og önnur trúleg sjónarmið) oft og iðulega þvælst fyrir frekar en leitt þau framfaraskref.
    Þeir sem mæla fyrir formlegum tengslum ríkis og kirkju þurfa því sterkari rök en hefðina eina.

  • Haukur Kristinsson

    Pétur. Mitt svar er nei. Það var eins lítil hugsun á bak við það og þegar vatnsgufa þéttist í andrúmsloftinu og fellur niður sem regn. Hvað er annars hugsun? Í heila lítillar húsflugu eru meira en 100 þúsund taugaendar (neurons). Þaðan streyma boðefni (neurotransmitters) í gegnum synapses til svokallaðra receptors. Neurotransmitter eru ekki flókin efni, gerð úr amínósýrum. Í okkar heila eru hinsvegar 100 billjón neurons. Nú, á einhverju stigi þróunarinnar varð til meðvitund, hugsun. Hún er því misjafnlega mikil, eftir dýrategund.

  • Jón Hallur Haraldsson

    Já.

  • Pétur Maack

    Nafni:
    Úr því að þú ert svo sannfærður um að við höfum verið hönnuð á einhvern hátt, viltu þá upplýsu okkur hin um hver hannaði hönnuðinn?

Höfundur