Miðvikudagur 21.12.2011 - 11:49 - Lokað fyrir ummæli

Hart tekið á kynþáttaníði!

Í enska knattspyrnusambandinu eru menn sem berjast af fullri alvöru gegn kynþáttaníði.  Í þeirra bókum líðst það ekki í siðaðra manna samfélagi að hrakyrða menn vegna litarháttar. Luis Zuaris skapofsi sem spilar fótbolta með Liverpool hefur orðið uppvís að slíku og fær átta leikja bann fyrir vikið.  Með því eru send út sterk skilaboð til allra sem tengjast knattspyrnu að níð á borð við þetta líðst ekki og á sambandið lof skilið.
Allar kenningar um menningarmismun og/eða ótrúverðugleika þess sem kærði detta dauðar. Í þessum dómstól eru menn sem vita alveg hvað þeir eru að gera.
þar er ekkert íslenskt fúsk á ferð en KSÍ hefur tekið á svona màlum af linku hingað til.
(undirritaður hefur í gegn um starf sitt í ECRI komið að reglu og markmiðssetningu sem knattsyrnusambönd fara eftir í þessum efnum)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Illugi Jökulsson

    Ég ruglaðist eitthvað í stafsetningunni, hún var alla tíð rétt, og enginn hafði gert athugasemd við það.

  • Það er alveg merkilegt hvað fólk stekktur blint til varnar Suarez, án þess að hafa einu sinni fyrir því að hafa staðreyndir á hreinu.

    T.am. hefur FA ekki ennþá gert opinber öll gögnin sem þeir unnu málið út frá.
    Hvernig getur þú Illugi, komist að betri niðurstöðu en þessi nefnd hjá FA sem vann
    þetta mál, án þess að hafa allar upplýsingar og án þess að virðist hafa kynnt þér snitti af þessu máli?

    Suarez er fótboltaspilari sem hefur m.a. bitið annan mótherja, og sem verið er líka að kæra núna fyrir að dónalegt atbragð gagnvart áhorfendum, og er til alls vís greinilega.

    Suarez kallaði Evra m.a. „Negro“, auk annarra orða s.s. „Negrito“.
    Hann hefur gengist við þessu og þetta var ekki orð mót orði.

    „Negro“ s.d. er níðyrði. Það er enginn vafi á því. Hans vörn fólst í því að hann meinti það ekki illa að kalla Evra bæði Negrito, Negro o.fl.

    Mismunun vegna kynþáttar er harðlega bönnuð í fótbolta eins og víðar. Notkun á orðinu „Negrito“ eða „Negro“ er skýr mismunun, þótt viðkomandi segir að hann hafi meint það vel.

    Það skiptir engu máli hvort „Negrito“ sé vinaheiti í suður-ameríku. Það er níðyrði víða annarsstaðar og þýðir í raun „little black person“. Sumsstaðar í BNA er t.a.m. „Nigger“ notað ennþá en það er alveg á hreinu að meðal fólks í Evrópu og víðar sé það almennt talið níðyrði.

    Ef þú heldur annað, þá legg ég til að næst þegar þú ferð til BNA eða Evrópu, að þú kallir alla af öðrum kynþætti „Negro“, „Negrito“ eða „Nigger. Þér ætti að vera tekið
    mjög vinalega af öllum miðað við það sem þú heldur fram.

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8957294/Luis-Suarez-racism-hearing-reputations-at-stake-as-panel-attempt-to-unravel-most-complicated-of-cases.html

  • Sammála Birni hausinn á Suarez er greinilega ekki í lagi.Ef allt er eðlilegt ræðst þú ekki á mótherja og bítur hann eða sendir áhorfendum fuck merki.Af hverju ætti svona maður ekki að nota niðrandi ummæli líka?

  • Skúli Sig.

    Björn….það er alveg merkilegt hvað fólk er fljótt að dæma Suarez. Reyndar er það einnig stórmerkilegt að ekki nú er talið líklegt að niðurstaðan eða rökstuðningurinn í málinu verði ekki birtur fyrr en um miðjan janúar, þremur til fjórum vikum eftir að niðurstaðan var gerð opinber.

    Þrátt fyrir það að þeir sem dæmdu Suarez séu ekki tilbúnir að birta rökstuðning fyrir hinum harða dómi eru ansi margir tilbúnir að dæma Suarez. Það er mjög auðvelt að dæma einhvern sem maður þekkir ekki og sérstaklega varðandi mál sem maður þekkir ekki.

    Marteinn…..ég er sammála því að Suarez á við einhver vandamál að stríða. En það þýðir hins vegar ekki að hann geri hvað sem er!

Höfundur