Ef íslendingar hefðu næma réttlætiskennd eða væru menn réttlætis hefðu þeir kært úrslit leiksins gegn Slóvenum og ef þeirri kæru hefði verið verið vísað frá hefðu þeir átt að bjóða Norðmönnum sætið í milliriðli. Með þeim hætti hefðu Íslendingar komið fram sem alvöruþjóð, sýnt af sér óvænta reisn.Vissulega voru það Slóvenar sem svindluðu á lokamínútum leiks og við, í hita leiksins, gátum ekki annað en klárað leikinn af fullum krafti. Þeir sem skeyta hvorki um skömm og heiður munu segja að ekki sé að vita að hefðum náð þessum úrsltum hvort sem var en innst inni vitum við að það var harla ólíklegt. Eftir stendur að við högnuðust á svindli Slóvena og við ættum ekki að taka út þann hagnað.
Svo borgar heiðarleiki sig. Hagnaðurinn felst í aukinni virðingu
.
Jú, ísland hefði átt að gera það.
Island var búið að tapa þessum leik svoleiðis big tæmog ef allt hefði verið með felldu hefðu Slóvenar getað bætt við mörkum jafnvel.
Með hvaða hætti þetta bar að – þá er einhver niðurlæging í þessu. Niðurlægjandi fyrir Ísland að taka þátt í svona brutal hagræðingu úrslita.
http://mbl.is/sport/em_handbolta/2012/01/20/jensen_hefdum_gert_thad_sama_og_slovenar/
Hvenær hefur heiðarleiki borgað sig?
Margir bera nú ákveðna virðingu fyrir þér! Kv. B