Mánudagur 23.01.2012 - 20:05 - Lokað fyrir ummæli

Andskotans rugl er þetta!

Ekki hverfur óbragðið yfir afskiptum Alþingis af máli sem er komið fyrir dómstól. Því meira sem ég hugsa málið því betri finnst mér lagadómgreind Bjarna heitins Benediktssonar, Ólafs heitins Jóhannessonar og Gunnars heitins Schram og eftir því verri dómgreindin Róberts Spanó og þeirra Alþingismanna sem halda því blákalt fram að Alþingi geti sótt mál til Landsdóms ef því sýnist  svo.

Setjum sem svo að Alþingi afgreiði mál til Landsdóms. Landsdómur  tekur málið fyrir og ákveður að kalla í vitnastúku hóp Alþingismanna. I staðinn fyrir að bera vitni gætu tilvonandi vitni tekið málið úr höndum dómaranna í þeim tilgangi  að fella það niður. Það ættu allir að sjá, líka Róbert Spanó, hvað það væri arfavitlaust.

Setjum sem svo að hinir ákærðu væru líka Alþingismenn  yrðu Alþingismenn aftur. Ekki þyrftu þeir að hafa áhyggjur. Samkvæmt lagaskilningi Spanó og meirihluta Alþingis tækju þeir málið einfaldlega úr höndum dómaranna.

Næst færum við þetta yfir á önnur mál til að jafnræðis sé gætt. Í kvöld stel ég brauði án áhættu. Eftir að mál mitt hefur verið dómtekið tek ég það einfaldlega úr höndum dómarans.

Andskotans rugl er þetta.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Biskupsefnið, Baldur Kristjánsson hefur talað. Hann hefur allt til brunns að bera til þess að rífa kirkjuna uppúr meinsemdum, hnignun og doða. Hann hefur guðfræðina á hreinu og ofurgráðu í bandarískri siðfræði; sálnahirðir í Ölfusi og næstráðandi biskups um árabil. Hann ber ekki í farteskinu syndir forvera á biskupsstóli. Hann er ekki kvensamur og hann er laus við veikleika á borð við mildi, fyrirgefningu og að vilja hafa frið við alla menn.
    Hann er baráttuglaður orðhákur af guðs náð með refsivöndinn til reiðu gegn öllum þeim sem ekki ganga vinstra megin á guðsvegum og mottó hans „með illu skal illt út reka“ mun efla og auðga íslenska kirkju um aldir alda.

  • Baldur Kristjánsson

    Þú ferð í manninn Gss. Greinilega lubbi af bestu gerð. Bkv. B

  • Já og sjálfur dómsmálaráðherrann fór næst fremstur í þessari sneypuför, á eftir Bjarna Vafningi Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins!

    Við erum komin ansi lágt…

  • Jóhann Gunnarsson

    …guðsmaðurinn orðljóti ætti að hlífa fólki við að deila lagaþekkingu látinna sálna… einkum eftir að Róbert Ragnar Spanó snupraði aðstoðarmann biskups… sem gekk á svörtu reitunum…

    „skv 29. gr. stjskr. getur forseti hvorki látið saksókn sem Alþingi hefur ákveðið á hendur ráðherra niðurfalla, né leyst hann undan hegningu sem landsdómur hefur dæmt hann í, nema Alþingi samþykki.

    Regla þessi er á því byggð að Alþingi eigi bæði að ráða yfir málhöfðun og yfir framkvæmd hegningar með því að ákæruvald þess væri í rauninni skert ef annað vald gæti ákveðið niðurfall saksóknar og eftirgjöf refsingar“

    Stjórnskipunarréttur bls 184 Gunnar G. Schram

Höfundur