Fimmtudagur 26.01.2012 - 11:37 - Lokað fyrir ummæli

Meinfýsi, illgirni og hatur vaknar upp!

Það er furðulegt þetta hatur, meinfýsi og illgirni sem vaknar upp í mönnum slysist maður til að mæla ESB bót.  Þessi umræða framkallar það versta í fólki sama hvort um er að ræða svokallaða háttsetta stjórnmálamenn eða illa skrifandi unglinga.  Þetta er furðulegt í ljósi þess að hver einasta þjóð sem þar hefur inn gengið telur hag sínum betur borgið en ella enda er ESB fyrst og fremst bandalag utanum frjáls viðskipti en hefur einnig einbeitt sér að málum sem þjóðríkin hafa áhuga á í orði en síður á borði eins og mannréttindum (FRA) og réttindum neytenda.  Nú er svo að leiðirnar eru aðeins tvær sem hinn raunverulegi samtími bíður upp á.  Að vera innan bandalagsins með réttindum og skyldum sem því fylgja eða standa utan þess og beygja sig að samþykktum þess en vera áhrifalaus um þær. Þriðja leiðin er að vísu til að gefa lítið fyrir umhverfi sitt og fara ekki að leikreglum sem þar ríkja en við ættum að líta í eigin barm og skoða hvort við viljum eyða lífi okkar og barna okkar í slíkan barning og þá afhverju?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Jónas, ég er ekki fylgjandi núverandi ástandi á Íslandi. Það þarf vissulega að taka til, breyta og bæta. Það verður ekki gert með því að fleygja sjálfstæði og fullveldi út um gluggann, til Brussels.

    Ég er mikill áhugamaður um persónukosningar og beint lýðræði. Það breytir hins vegar engu hvaða lýðræði er við lýði á Íslandi, ef við værum inn í ESB. Brussel stjórnar öllu. Punktur. Að halda því fram að við þurfum inn í ESB til að hafa áhrif á löggjöf, með okkar 0,8% vægi, en svæsnasti og heimskasti lygaáróður sem nokkru sinni hefur verið haldið á lofti.

  • Og Ómar, þú ert ruglaðri og vitlausari en orð fá lýst.

  • Gústaf Níelsson

    Þótt í eina tíð hafi allar leiðir legið til Rómar og hin síðari ár til Brussel, en það nú samt svo Baldur minn, að nafli alheimsins er alls ekki í Evrópu – Evrópa er miklu fremur eins konar útnári og afkimi. Ósammála?

  • Baldur Kristjánsson

    Gott innlegg. En erum við ekki dæmd til að vera hluti af útnáranum með einhverjum hætti? Kv. Baldur

Höfundur