Hvernig víkur því við að engin sæmilega hæf manneskja stígur fram í sviðsljósið, lýsir því yfir með þeim hætti að eftir verði tekið að hún ætli að verða forseti Íslands. Núverandi forseti hafi beðist undan því að vera áfram, hafi skilað eftirminnilegri forsetatíð og nú sé kominn tími fyrir nýja hugsun, nýja nálgun, nýja manneskju. Í staðinn högum við okkur eins og Ólafur sé hálfguð en ekki bara klár persóna og þeir sem í íslensku samélagi hafa gerst málaliðar fjarstöðu við heiminn, málsvarar krónunnar, tollamúra og hrunsafneitarar hafa í hópum farið niður á hnén og grátbeðið guðinn að vera áfram og fara þar samhnjáa gamlir framsóknarjálkar með þann fyndnasta í broddi fylkingar, sanntrúaðir frjálshyggjumenn einnig með þann fyndnasta í fararbroddi og ófyndnir forystumenn sósíalista í landinu bláa upp úr miðjum síðasta áratug.
Ég mun svo sannarlega kjósa Ólaf Ragnar aftur ef hann býður sig fram, við þurfum mann eins og hann til að standa með þjóðinni.
Ætli það sé ekki bara vegna þess að þetta sæmilega hæfa fólk vill bara hafa ÓRG áfram, enda búinn að standa með þjóðinni, sem er meira en ríkisstjórnarræfillinn.
„Standa með þjóðinni…!“ Jésús, Pétur og postularnir allir! (Og ég treysti því að Séra Baldur fyrirgefi mér þetta komment!)
Ég segi fyrir mig að ég mundi kjósa hann aftur – og aftur! Flottast væri náttúrlega að við fengjum einhvern yngri og ENN grimmari eins og Guðmundur Þórarinsson segir.
Ólafur hefur gjörbreytt stöðunni úr vemmilegu embætti, sem var að sligast undan þjóðarrmebingi og tilgerðarlegri ást á íslensku tungumáli. Vigdís vakti jú athygli út um allan heim, en EKKI vegna þess hvað hún væri mikill skörungur heldur FYRST OG FREMST vegna þess að hún var KONA !!!!.
Guð forði íslenskri þjóð frá því að fá nýjan forseta, sem ekki stendur með þjóðinni og ætlar sér að snúa embættinu til fyrri vega.