Það er rétt hjá Lilju Mósesdóttur. Það er sanngirnishalli í Þjóðfélaginu. Réttlætinu er áfátt. Þeir sem sem áttu sitt í íbúðarhúsnæði sínu voru rændir í hruninu (eins og svo margir aðrir). Mikilvægt skref til réttlætis er að öll lán með veði í íbúðarhúsnæði verði skrúfuð niður um 15-20%. Rök þeirra sem þetta mæla eru sanngirnisrök. Þessi aðgerð þarf ekki síst að ná til þeirra sem fjárfestu af skynsemi í eigin íbúðarhúsnæði og hafa staðið í skilum. Og ræningjana þarf að elta uppi og gera þá að betri mönnum. Það á ekki að líða það að þeir flækist um á lúxsusbílum og búi í glæsivillum. Það er hins vegar gott í öllu fólki. Þeir gætu orðið góðir bakarar og slökkviliðsmenn (með fullri virðingu fyrir þeim stéttum) svo vísað sé í Kardimommubæinn.
Það er engir prestar í Kardimommibænum Gísli! (enda er allt í góðu þar). Kv. B
Takk Baldur fyrir að þora að ganga gegn boðorðum frú Jóhönnu.
Það þarf dug og það þarf þor til þess.
Í mínu hjarta gleðst ég innilega yfir því að nú sé það ljóst
að það finnist, þrátt fyrir allt, amk. einn sanngjarn maður
í Samfylkingunni. Lengi lifi Baldur, því einn er betri en enginn.
Með hryggð í hjarta segi ég hins vegar, sem gamall jafnaðarmaður
að Samfylkingunni er sama um mig
og líka þig
Baldur
og eiginlega alla nema þá sem fylgja boðorðum frú Jóhönnu
og hlaða þar undir sig í dansi með faríseum og tollheimtumönnum.
Hún mætti lesa sér til og kynna sér betur orð og boðun jafnaðarmannsins,
Jesú Krists.
Geturðu ekki Baldur gefið henni eitt stykki nýja testamenti?
Hún virðist aldrei hafa lesið það, eða þá ekki skilið.
Ísköld leiðindar staðreynd: Það er ekki við jafnrétti eða sanngirni að búast eftir hrun, þess vegna heitir það hrun!
Hrunið okkar er að stórum hluta sálrænt en margir voru ofurskuldsettir löngu fyrir hrun, margir græddu óvart á hruninu, seldu eignir á okurverði sem við hin sem bjuggum ekki svo vel greiðum í dag og næstu ár. Nenni ekki að tala um þá sem voru búnir að landa ógeðslegum gróða fyrir hrun og geymdu á innlánsreikningum í bönkum og ónýtum sparisjóðum.
Ef þessi blessaða norræna velferðarstjórn ætlaði að gera eitthvað af viti þá væri það til dæmis að senda þjóðinni Landsbankann heim, þ.e. hlutabréf í bankanum sem er örugglega nálægt 237ma virði – sem er álíka eins og krafan frá félaginu hans Marínós Njálssonar og málið dautt, en hvað veit ég.
Og svo legg ég til að Excel nördum með hagfræðipróf verið bannað að fjalla um hrunið, ástandið í þjóðfélaginu og skuldir heimilanna STRAX.