Mánudagur 11.06.2012 - 11:49 - Lokað fyrir ummæli

Að ala á ótta við Evrópu!

Í öllum aðildarríkjum ESB hafa sérhagsmunir hopað fyrir almannahagsmunum enda er almenningur í nær öllum ef ekki öllum ríkjum ánægður með þátttöku lands síns.   Óhætt er að segja að mest öll sú löggjöf sem hefur styrkt almannahagsmuni í Evrópu hefur átt rætur sínar í fjölþjóðlegu starfi.  Þetta gildir líka um Ísland þar sem allar umbætur í vinnurétti og neytendarétti hafa komið í gegnum Evrópusamstarf Íslendinga.  Miklar umbætur í mannréttindum og menntamálum höfum við sótt til Evrópuráðsins. Nú síðast eru sérhagsmunir brotnir á bak aftur og íslensk farsímafyrirtæki skylduð til að lækka farsímagjöld um helming þegar talað er milli landa.  Allt ber að sama brunni.  Íslendingum hefur alltaf vegnað best í sem mestu samstarfi og samvinnu við nágranna sína.  Er þetta ekki óumdeilt?  Hvers vegna ala sumir á ótta við Evrópusamstarf með þvílíkum ofsa að engu lagi er líkt?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Kristján E.Guðmundsson

    Ég tek heilshugar undir þetta Baldur. Nýlegar kannanir segja að meir en helmingur allra Íslendinga telja sig lítið vita um ESB og stofnanir þess. Það kemur mér ekki á óvart sem framhaldsskólakennara. Þó vaða hér uppi orðhákar, talsmenn forheimskunnar, með heilt dagblað í broddi fylkingar, og reyna að gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir almenna upplýsingu og menntun um þessi mál. Auðvitað eigum við heima í hópi hinna Evrópsku ríkja, þar sem við eigum okkar rödd og getum lagt til málanna, og unnið þar náið með frændþjóðum okkar Svíum, Dönum og Finnum.
    Þannig mun okkur sem þjóð farnast best!

  • Leifur Björnsson

    Góður pistill Baldur. Tek undir með þér Kristján.

  • Hagsmunir almennings á Íslandi verða best varðir með því að minnka völd íslenskra stjórnmálamanna.

    Flóknara er þetta ekki.

    ESB er skjól gagnvart forherðingu og heimsku.

    Dugar að vísu skammt en er skárra en ekkert.

  • Sæll Baldur.
    Evrópuráðið er allt önnur og geðslegri valdastofnun en ESB.
    Gerir þú þér enga grein fyrir því ? eða passar þér það bara áróðurslega að láta þetta líta ús sem sama hlutinn.

    Íslendingar eru búnir að vera aðilar að Evrópuráðinu í fjölda mörg ár ásamt mörgum ríkjum sem ekki eru innviklaðir í ofstjórnunar helsi ESB valdaapparatsins.

Höfundur