Fimmtudagur 14.06.2012 - 08:57 - Lokað fyrir ummæli

Vinstrivaðlaheiðargöng!

Þegar grannt er skoðað sést að þetta eru vinstrivaðlaheiðargöng. Helstu forystumenn hægri manna eru á móti. Þetta er rökrétt. Vinstri menn eru viljugri en hægri menn að endurdreifa fjármagni í samfélaginu. Taka frá þeim sem eiga peninga sem fara þá annað en í munað þeirra. Í skattfrjálsu samfélagi frjálshyggjunnar yrðu engin göng grafin nema fyrir einkafjármagn.  Út frá eigingjörnum forsendum ættu landsbyggðarmenn því að elska vinstri flokka.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Jú þetta er nokkuð rétt hjá þér. En það er soldið plat þegar „vinstri“-göng eru kynnt sem „hægri“-göng, því á pappírnum er „einkafyrirtæki“ að ráðast í þessa framkvæmd og þeir sem aka um göngin eiga sjálfir að greiða fyrir þau, allt skv. „hægri“ hugmyndafræði!

    Ríkið segist ekki vera að „endurdreifa“ fjármagni, heldur bara lána fé sem eigi að skila sér tilbaka…

  • Sverrir Hjaltason

    Það er ekki vinstri stefna séra Baldur að fara bakdyra megin með þessi göng fram hjá öðrum vegaframkvæmdum sem eru framar í forgangi. Það er refslegt valdapot að hætti Steingríms sem villir um fyrir samherjum sínum með því að flækja málið og nýtir kjördæmapot stjórnarandstæðinga sínu máli til framdráttar.

  • Að gefa einkaaðilum tækifæri á að ávaxta hlutafé sitt með ríkisábyrgð er einhver sá afbrigðilegasti skilningur á vinstristefnu sem ég hef heyrt.

  • Þessi göng eru EKKI á Vegaáætlun og þess vegna er EKKI verið að fara með þau framhjá öðrum framkvæmdum.
    Þarna er möguleiki að framkvæma fyrir veggjöld og það hefði líka verið mögulegt hér á SV landi ef FÍB og Ögmundur hefðu EKKI lags eindregið gegn slíku – breikkun vega o.fl.
    Veggjöld/tollar eru framtíðin og þá hefði verið ágætt að hætta að glápa á eigin tær – líta upp og horfa fram !!!

Höfundur