Ég bið þá sem tala um spillingu og Framsóknarflokkinn, samþættingu gróðabrasks og stjórnmála, að gæta þess að ekki má setja allt Framsóknarfólk undir þann hatt. Fram á áttunda og níunda áratug síðustu aldar máttu flestir forystumenn Framsóknarflokksins ekki vamm sitt vita. Þeir voru ekki stjórnmálum til að hagnast á því persónulega og höfðu fyrirlitningu á slíkum mönnum eins og flestir aðrir. Faðir minn stjórnmálamaðurinn, nú háaldraður, bað okkur börnin meira að segja að sækja ekki um lóðir hjá Reykjavíkurborg meðan hann var þar áhrifamaður. Taldi að tilvera sín ein gæti haft óeðlileg áhrif á embættismenn. Hann sýndi stoltur útreikninga sem sýndu að hann hefði haft meiri ævitekjur sem kennari og skólastjóri en sem borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins. Menn voru ekki að þessu til þess að auðgast heldur til þess að þjóna og þjóna ástríðu sinni pólitíkinni en hún getur auðvitað verið skemmtileg og ávanabindandi. Ég er ekki að segja að þetta hafi breyst, hef ekki fylgst með því, en svona var það.
Ljómandi færsla Baldur.
Hér er lýst þeim Framsóknarmönnum sem ég kynntist í æsku.
Ertu búinn að gleyma Sambandinu og óbeina mokstrinum á almannafé í það í gegnum innflutningshöft og beina ríkisstyrki til landbúnaðarins?
Sambandið var ekkert annað en spillingarbandalag Framsóknarmanna, því miður.
Hins vegar er því ekki að neita að margt gæðafólk starfaði áður í Framsóknarflokknum.
Vigdís Hauksdóttir hefði til dæmis aldrei þrifist í þeim Framsóknarflokk sem ég þekkti enda var flokkurinn hófsamur og einbeittur í því að halda friðinn og miðla málum en ekki einstrengislegur og úr tengslum við veruleikann…
Godur og tharfur pistill felagi Baldur! Kvedja fra Noregi!
Hvað með Olíumálið og Kaffibaunamálið? Framsóknarmenn voru höfuðpaurar í þeim.