Föstudagur 19.07.2013 - 17:04 - Lokað fyrir ummæli

Moska í Reykjavík!

Múslimafobía gengur nú yfir Evrópu. Hennar gætir hér þar sem allskonar fólk fárast yfir þeim sjálfsagða hlut að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík. Halló! Í hverig landi vill fólk eiginlega búa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Varla er hægt að banna þeim að byggja mosku í íslenska trúfrelsinu. En það má gjarnan banna þeim að öskra til bæna vegna þess að það getur raskað ró fólks í umhverfinu. Það mætti líka banna íslensku kirkjunni þessa hljóðmengun sem kirkjuklukkur landsins valda. Alla vega þarf að setja einhverja hljóðhindranir (einhver mörk mæld í Db) á þessar klukkur. Það er verulega pirrandi þegar maður ætlar að slappa af í gaðinum um helgar þegar þessi andsk…. hávaði byrjar.

  • Ég ætlaði að segja það sama og Pétur og læt þá nægja að segja að ég er alveg sammála síðasta ræðumanni.

  • Skrýtið að hér sjáist bara jákvæð (meðmæli) umræða um mosku og öll önnur ummæli fjarlægð. Sést þó að hér hafi verið sett 11 ummæli. Óska svara frá „guðsmanninum“ sjálfum.

  • Sennilega ekki gagnleg viðbót við þitt ritskoðaða blogg en til upplýsingar þá er fátt verra fyrir þjóðfélög enn fordómafullir prestar og þeir sem þykjast breiða út boðskap guðs. Hafir þú skömm fyrir fauskur

Höfundur