David Cameroon á það til að setja ofaní við sína eigin flokksmenn verði þeir sekir um rasískar tilhneigingar í ræðu eða riti. Síðast var þetta áberandi þegar hermaður var drepinn á gotu í London fyrr á þessu ári.
Þetta er mjog til fyrirmyndar en er síður en svo einsdæmi. Hvort sem flokkar með rasískar tilhneigingar hafa sprottið upp eða ekki þá er mikilvægt að eiga leiðtoga í þessum efnum t.d. þegar múslimafóbía veður uppi svo minnir helst á undanfara gyðingaofsókna á síðustu old, eins og Bjarni Randver fræðimaður hefur svo listilega sýnt frammá, leiðtoga sem þora að vísa veginn sem leitt gæti til heilbrigs samfélags.
Þannig ættu formenn flokka að setja ofaní við áberandi flokksmenn sína þegar þeir láta vaða á súðum varðandi minnihlutahópaog innflytjendur. Forsetinn mætti jafnvel stíga niður á jorðina og segja eitthvað við hjorðina.
Ísland er aðili að Evrópuráðinu. Evróðuráðið leggur mikla áherslu á að fólk tali af viti um þessi mál.
Ég vil þakka Sigurði M. Grétarssyni fyrir upplýsingar um að múslimar fái lóð undir moskuna í Reykjavík endurgjaldslaust í samræmi við fyrri ákvarðanir í þá veru.
Mikilvæg er að jafnræðis sé gætt.
Mér þykir hins vegar furðulegt að lóðir séu afhentar trúfélögum án endurgjalds. Sé ekki betur en í þessu sé fólgin mismunun.
Ef til vill getur Baldur Kristjánsson frætt okkur um rökin fyrir því að eitt gildi um almenna borgara og fyrirtæki í þessum efnum og annað um trúfélög.
Með því að „gefa“ trúfélögum lóðir eru skattgreiðendur í Reykjavík augljóslega að niðurgreiða kostnað við þennan rekstur.
Ég tek þó fram að ég er alls ekki andvíg því að moska rísi í Reykjavík. Mér finnst það fínt.
En þessi mismunun kemur mér undarlega fyrir sjónir.
Mér finnst hún ekki sjálfgefin.
Veit ekkert um þetta Rósa!
Þakka þér skjót svör Baldur Kristjánsson.
Mér finnst þetta fyrirkomulag samkvæmt lögum ekki standast skoðun.
Eiga þá félög á borð við Siðment, Vantrú, skáta og önnur lífsskoðunar- og mótunarfélög „rétt“ á kjörlóðum í Reykjavík án endurgjalds?
Sennilega. Hvaða greinarmun á að gera? Og hvað með trúfélög sem augljóslega standa í umtalsverðum „rekstri“ og heimta t.a.m. tíund af þeim sem þessum félögum tilheyra?
Ætli skátar og SÁÁ svo dæmi séu nefnd hafi fengið „ókeypis“ þ.e. á kostnað annarra lóðir í Reykjavík?
Er þetta annars ekki eitt skýrasta dæmið um náið samband ríkis og kirkju?
Er ekki líklegt að þessi lög hafi verið samþykkt þegar þjóðkirkjan var ein um hituna? Og að síðan hafi þurft að gæta jafnræðis og þar með færa öðrum trúfélögum og samtökum sömu gæði?
Og án endurgjalds sem þýðir að útsvarsgreiðendur í Reykjavík standa undir þessum kostnaði.
Mér sýnist það. Er ekki eitthvað alvarlega brogað við þetta fyrirkomulag?
Minnir á að sumir fá niðurgreidda miða í Þjóðleikhúsið á meðan aðrir borga fult verð og ekki bara það, þeir niðurgreiða um leið kostnaðinn við þá sem fá sætin við lægra verði.
Mér finnst þetta óeðlilegt og ógeðfellt.
En ég ítreka að ég fagna því að moska rísi í Reykjavík.
Skynsamleg orð