Svolítið um moskur og trúfrelsi. Það gleymist oft í umræðunni að við tilheyrum Evrópuráðinu og undirgöngumst þar með (síðan 1950) Mannréttindasáttmála Evrópu er kveður m.a á um trúfrelsi. ECRI sem er sá aðili innan Evrópuráðsins sem fjallar um kynþáttafordóma og þess háttar hefur t.a.m. rekið augun í þessa moskufælni Reykjavíkur sem nú er formlega komin í lag. Að láta annað gilda um moskur en önnur athvörf fyrir trú er hreint brot á trúfrelsi og þar með 9. Grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Alvörustjórnmálamenn(og alvöruflokkar) fara ekki fram á þjóðarátkvæði sem brýtur gegn sáttmálum sem við sem þjóð höfum undirritað. Þess má geta að Evrópudómstóllinn sem við vitnum til á hátíðarstundum byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu. Hér er það sem ECRI sagði um þetta mál 2011.
Að mati ECRI verður að líta á tregðu stjórnvalda til að leyfa byggingu fyrstu
mosku á landinu sem merki um umburðarleysi gagnvart trúarbrögðum. Enn
fremur er augljóslega verið að mismuna trúarbrögðum, þar sem fulltrúar annarra
minnihlutatrúarbragða hafa ekki átt í neinum erfiðleikum með að fá lóðir og leyfi
fyrir byggingu tilbeiðslustaða5. Með því að tefja þetta mál er verið að senda skýr
skilaboð um að múslímar séu ekki velkomnir á Íslandi. Þetta skýtur stoðum
undir andúð á múslimum af því tagi sem lýst er að ofan. Að mati ECRI er
mikilvægt að íslensk stjórnvöld leysi úr þessu máli sem fyrst.
108. ECRI hvetur stjórnvöld eindregið til að veita samfélagi múslima á Íslandi leyfi til
að byggja moskur og úthluta þeim landi svo þeir geti iðkað trú sína eins og þeir
hafa rétt til skv. 9. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.
Samfylkingin er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur undirritað tilmæli Evrópuráðsins um þjóðfélag án kynþáttaforrdóma. Sjálfstæðisflokkur, Besti flokkur, Björt Framtíð, Vinstri grænir og Píratar og Dögun hafa heldur ekki reynt að gera út á fordóma í atkvæðasmölum sinni. Í Evrópu hefur lítið borið á því að meginstaumsflokkar hafa tileinkað sér þessa umræðu. Þó hefur umræðan harðnað vegna uppgangs flokka til hægri og vinstri og kenndir hafa verið við öfgar og hafa verið að fá fjórðung eða rúmlega það, þar sem mest er, af atkvæðum til Evrópuþings ESB út á andstöðu sína við innflytjendur og ESB.
Að mínu mati er æskilegt að Íslendingar alist upp í opnu fjölmenningarsamfélagi svipað og nú er. Ein af forsendum þess er trúfrelsi. (þess má geta að moskur eru í öllum löndum Evrópu t.d. um 90 í Noregi(má vera víð skilgreining). Það má svo ræða undir öðrum formerkjum hvort að trú eins og hún er víða framsett stenst einföldustu mannréttindi en það er önnur umræða.
Það eru engar 90 moskur í Noregi. Þær eru þrjár og allar í Ósló http://no.wikipedia.org/wiki/Islam_i_Norge#Mosk.C3.A9er
Skv. Múslimum sjálfum. Má vera að þeir eigi við moskur og bænahús. Kv. B
Auðvelt að fletta þessu upp á netinu. Bænaaðstaða er ekki moska. Múslimar á Íslandi hafa haft bænaaðstöðu til margra ára. Slíkt er víða í Noregi, meðal annars á flugvellinum á Gardemoen. Engum dettur í hug að kalla slíkt mosku nema þá til að reka áróður.
Þeir töluðu sjálfir um moskur. Má vera víð skilgreining. Óþarfi að taka þetta nærri sèr. Kb. B