Sunnudagur 22.06.2014 - 09:19 - Lokað fyrir ummæli

Vaxandi hatursorðræða!

Súperdagar Dawkins, Harris og hins íslenska Magnúsar eru liðnir í bili a.m.k. Segja mà að þeir hafi unnið rökræðuna en tapað umræðunni vegna þess að þó að trúarbrögð kunni að virðast fáránleg þá hefur fólk að því er ályktað verður, mikla, jafnvel meðfædda ( genetíska) þörf fyrir að trúa á æðri veru og fylgifiska hennar.

Og fólk virðist trúa sem aldrei fyrr. Kristnir, íslamistar, gyðingar eru allir að gíra sig upp trúarlega og um leið tifinningalega.

Og hluti þessa og kannski afleiðing er að öfgamenn hvers konar eru að ná vopnum sínum. Hatursorðræða fer vaxandi. Þessi orðræða beinist ekki hvað síst að kristnum, íslamfólki og gyðingum og oftar en ekki flagga hatursmennirnir eða konurnar ást á sínum eigin trúarbrögum.
En það er önnur hlið á haturs umræðunni. Hún á framgang sinn ekki endilega í vaxandi hatri á minnihlutahópum og þeim sem teljast öðruvísi (evrópusambandinu þess vegna í okkar heimshluta). Oftar en ekki er um hreint valdatafl að ræða. Ósvífnir og siðlitlir stjórnmálamenn hoppa hreinlega upp á þá vagna sem eru líklegir til atkvæða. Notfæra sér það að í þjóðfélögum öllum er til staðar ótti við hið óþekkta, ótti við breytingar o.s.frv. Þessir stjórnmálamenn aðhafast svo lítið sem ekkert komnir í valdastöður og eru að því leitinu til skárri en hinir raunverulegu hatarar.
Víðast hvar koma þessir valdapólitíkusar fram í nýjum flokkum. Séríslenskt afbrigði er að gamall og virðulegur miðflokkur virðist tekinn til handargagns að þessu leyti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Ólafur Jóhannsson

    Er ekki soldið búið að gengisfella þetta hugtak, hatur?
    Núorðið eru þeir sem hafa ákveðnar skoðanir á viðkvæmum málum strax stimplaðir hatarar, rasistar eða eitthvað þaðan af verra.
    Jafnvel þeir sem gagnrýna lóðaúthlutanir til ákveðinna hópa.

  • Hugtakið verður til af því að tiltekin ræða skapar hatur sem leiðir oft til ofbeldis. Gagnvart minnihlutahópum. Er örugglega oft ofnotað og að sama skapi oft látið óáreitt.

  • Pakkakíkir

    Í Danmörku skiptust menn í fylkingar með og á móti nýju moskunni án þess að kalla þá sem voru á öndverðri skoðun rasista. Fávísir vinstrimenn og kratar á Íslandi mættu taka þetta til athugunar.

  • Þegar maður neitar tilteknum trúarhópi að eiga samkundustað, hvað er það annað en hatur, Pakkakíkir? Eða fælni?

    Síðast þegar svo var í Frakklandi, þá fylgdu blóðugar ofsóknir í kjölfarið og þeir sem gátu flýðu annað. Það var eitthvað mesta „braindrain“ sem Frakkland upplifði í sögu sinni og þær þjóðir sem tóku við þessum annarstrúuðum búa enn að gestrisni sinni.

    Ég er hér að tala um Húgenotta á 17. öld.

Höfundur