Sunnudagur 22.06.2014 - 09:19 - Lokað fyrir ummæli

Vaxandi hatursorðræða!

Súperdagar Dawkins, Harris og hins íslenska Magnúsar eru liðnir í bili a.m.k. Segja mà að þeir hafi unnið rökræðuna en tapað umræðunni vegna þess að þó að trúarbrögð kunni að virðast fáránleg þá hefur fólk að því er ályktað verður, mikla, jafnvel meðfædda ( genetíska) þörf fyrir að trúa á æðri veru og fylgifiska hennar.

Og fólk virðist trúa sem aldrei fyrr. Kristnir, íslamistar, gyðingar eru allir að gíra sig upp trúarlega og um leið tifinningalega.

Og hluti þessa og kannski afleiðing er að öfgamenn hvers konar eru að ná vopnum sínum. Hatursorðræða fer vaxandi. Þessi orðræða beinist ekki hvað síst að kristnum, íslamfólki og gyðingum og oftar en ekki flagga hatursmennirnir eða konurnar ást á sínum eigin trúarbrögum.
En það er önnur hlið á haturs umræðunni. Hún á framgang sinn ekki endilega í vaxandi hatri á minnihlutahópum og þeim sem teljast öðruvísi (evrópusambandinu þess vegna í okkar heimshluta). Oftar en ekki er um hreint valdatafl að ræða. Ósvífnir og siðlitlir stjórnmálamenn hoppa hreinlega upp á þá vagna sem eru líklegir til atkvæða. Notfæra sér það að í þjóðfélögum öllum er til staðar ótti við hið óþekkta, ótti við breytingar o.s.frv. Þessir stjórnmálamenn aðhafast svo lítið sem ekkert komnir í valdastöður og eru að því leitinu til skárri en hinir raunverulegu hatarar.
Víðast hvar koma þessir valdapólitíkusar fram í nýjum flokkum. Séríslenskt afbrigði er að gamall og virðulegur miðflokkur virðist tekinn til handargagns að þessu leyti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Ómar Kristjánsson

    Dansk Folkeparti hefur margoft varið kallað rasískt á danskri grundu með einum eða öðrum hætti af margskonar tilefnum.

    Dansk Folkeparti hinsvegar neitar því að vera rasískt.

    Það sem er sláandi – er hve aðferðir framsóknarmannaflokksinns eru svipaðar og DF.

    Á eftir eru tvö dæmi tekin af handahófi eftir um 5 sekúndana leit á gúggul. Kíkirar Pakka ættu kannski að kynna sér gúggle. Kíkja á gúggul áður en blaðrað er og bullað uppá framsóknarlagið.

    http://www.bt.dk/politik/df-mener-ikke-dette-foto-er-racistisk

  • Haukur Kristinsson

    Biblical Nonsense. A Review of the Bible for the Doubting Christians.

    Höfundur: Dr. Jason Long. ISBN: 0-595-34182-9 (Pbk).

    Ritdómur:
    „The Bible is not the word of God.Biblical Nonsense is a broad look at the tremendous problem of associating divinity with the world’s most popular book. This part-philosophical, part-scientific overview explores the Bible’s divine treachery, scientific mistakes, historical errors, false prophecies, and comical absurdities. Biblical Nonsense also expands beyond these standard reasons for skepticism by tackling the rationale behind the emergence and perpetuation of Christianity, psychological and sociocultural reasons that drive Christians to cling to their beliefs, and illogical methods of argumentation invoked in the defense of the Bible.Author Dr. Jason Long is a former Christian who condenses the most significant biblical problems into this single volume. Unlike other books in the field that delve into only one topic, this manuscript, comprehensible even to those who have never opened a Bible, is a full-fledged attempt to demonstrate that God’s supposed word is a product of human minds, not divine inspiration. Dr. Long’s fresh experiences in the church and advanced levels of educational enlightenment make him the perfect individual to present this vehemently unpopular, yet undeniably appealing topic.“

    „I prayed for twenty years but received no answer until I prayed with my legs“. Frederick Douglass, on escaping slavery.

    • „I prayed for twenty years but received no answer until I prayed with my legs“. Frederick Douglass, on escaping slavery.

      “Took me twenty years to realize I was a coward who wanted prayer to do what I didn’t dare to do. After I had acknowledged my cowardice God gave me courage and I ran away.“ Davy Jones after escaping slavery.

    • Haukur Kristinsson

      God gives and God takes away.

      A square good deal!

  • Ómar Kristjánsson

    Ætli eftirfarandi meinta bréf frá leopold II frá Belgíu tilkristinboðs í Afríku rétt fyrir 1900 sé á rökum reist eða er þetta fölsun? Pakkakíkir ætti kannski að rannsaka það og skila niðurstöðu í kvöld. (eg persónulega mundi hafa fullan vara á gagnvart áræðanleika þessa meinta bréfs.)

    ,,Convert always the blacks by using the whip. Keep their women in nine months of submission to work freely for us“

    http://www.edofolks.com/html/pub139.htm

  • Carlos.

    Húgenottar voru mótmælendur, ekki satt, og ofsóttir af kaþólskum. Kaþólskir voru síðan ofsóttir víða af mótmælendum. Í gegnum aldirnar feidaðist þetta svo út og eftir lifa leyfarnar af þessu helst á Norður-Írlandi. Þessi stríð og þetta ofbeldi var bein afleiðing fjölmenningar þess tíma. Þessi fjölmenning varð ekki til út af kjánalegum innflutningi fólks með gjörólíka menningu milli landa heldur af trúarlegri vakningu innan landanna og lítið við því að gera.

    Nú eru menn að agitera fyrir massainnflutningi á múslimum. Múslimar hafa verið andskotar og erkifjendur allra frá óheppilegri ævi spámanns síns.

    Íslam er ágeng, yfirgangssöm og heimsvaldadasinnuð stefna sem nýtur fjárhagslegs stuðnings frá úrkynjuðum olíufurstum á arabíuskaganum.

    Mörg lönd evrópu hafa sett út rauða dregilinn fyrir múslímska innflytjendur og lönd þeirra hafa tapað á því.

    Því skildu Íslendingar apa upp eftir þeim mistökin.

Höfundur