Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 10.02 2012 - 13:01

Hatursáróður sæmir ekki barnakennara!

Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara   Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar.  Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er  ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu […]

Fimmtudagur 09.02 2012 - 00:12

Þjóð mannréttinda?

Ef við tökum ekki þátt í Eurovision og yrðum í framhaldinu samkvæm okkur sjálfum myndum við innan tíðar keppa ein hér heima hvort er í söng eða íþróttum. Hvernig væri að Páll Óskar og aðrir slíkir beittu sér fyrir því að Íslendingar og íslensk stjórnvöld töluðu fyrir mannréttindum heima og erlendis og færu eftir því […]

Mánudagur 06.02 2012 - 15:18

Valkostur fyrir Sjálfstæðismenn!

Lilja Mósesdóttir er að vísu undanútandsérhlaupari en það var nokkuð ljóst frá upphafi að hún passaði ekki inn í pólitíska mynstrið. Það má hins vegar ekki taka frá henni að hún hefur beitt sér fyrir réttlætismálum svo eftir hefur verið tekið og verður gaman að sjá hvað hún hefur fram að færa á morgun. Framboð […]

Fimmtudagur 02.02 2012 - 22:35

Vanhugsuð viðbrögð við siðleysi!

Framtak ja.is að útbúa, auglýsa og selja blað til að líma yfir mann er hörmulega siðlaust, groddalegt og heimskulegt. Fáránlegt hjá fjölmiðlum að snúa sér til almannatengslamanna og markaðsfræðinga um viðbrögð. Er markaðsvænleiki orðinn mælikvarði á siðlegt gildi hluta?

Fimmtudagur 02.02 2012 - 09:58

Evrópa hætt að loga!

Síðastliðinn mánuð hefur Evrópa skíðlogað, óeirðir á götum úti, esb að splundrast, evran að hrynja, Merkel að taka völdin.  Já, ég keypti moggann í mánuð.  Nú er ég hættur því og landið er að rísa. Allar þjóðir innan Esb telja sig betur staddar innan en utan bandalagsins, evran með stöðugustu gjaldmiðlum heims. Evrópuríkin flest í […]

Miðvikudagur 01.02 2012 - 17:17

Ríkisstjórn hristir af sér hrakspár!

Ríkisstjórnin á víst afmæli í dag. Hún er um margt merkileg. Hún tekur við versta búi síðan í kreppu millistríðsáranna. Hún hefur  mátt búa við ósvífnasta umtal allra tíma. Hún er með fleirri útundansérhlaupara  en nokkur önnur ríkisstjórn. Hún kaupir sér ekki vinsældir með ábyrgðarleysi.  Hún er  að meirihluta til skipuð konum.  Forsætisráðherran er kona […]

Mánudagur 30.01 2012 - 09:34

Tekið undir með Lilju!

Það er rétt hjá Lilju Mósesdóttur.  Það er sanngirnishalli í Þjóðfélaginu.  Réttlætinu er áfátt.  Þeir sem sem áttu sitt í íbúðarhúsnæði sínu voru rændir í hruninu (eins og svo margir aðrir). Mikilvægt skref til réttlætis er að öll lán með veði í íbúðarhúsnæði verði skrúfuð niður um 15-20%.  Rök þeirra  sem þetta mæla eru sanngirnisrök.  Þessi aðgerð […]

Laugardagur 28.01 2012 - 17:37

Hálfguðinn Ólafur- þorir enginn í hann?

  Hvernig víkur því við að engin sæmilega hæf manneskja stígur fram í sviðsljósið, lýsir því yfir með þeim hætti að eftir verði  tekið að hún ætli að verða forseti Íslands.  Núverandi forseti hafi beðist undan því að vera áfram, hafi skilað eftirminnilegri forsetatíð og nú sé kominn tími fyrir nýja hugsun, nýja nálgun, nýja […]

Fimmtudagur 26.01 2012 - 11:37

Meinfýsi, illgirni og hatur vaknar upp!

Það er furðulegt þetta hatur, meinfýsi og illgirni sem vaknar upp í mönnum slysist maður til að mæla ESB bót.  Þessi umræða framkallar það versta í fólki sama hvort um er að ræða svokallaða háttsetta stjórnmálamenn eða illa skrifandi unglinga.  Þetta er furðulegt í ljósi þess að hver einasta þjóð sem þar hefur inn gengið telur hag […]

Miðvikudagur 25.01 2012 - 21:26

Íslenskir heilar eflast í ESB þátttöku!

Vegna samskipta við útlönd hafa framfarir orðið á Íslandi.  Þangað sækja menn menntun, reynslu, yfirsýn, læra vinnubrögð. Helstu nútímaleiðir eru háskólanám, tímabundnar atvinnuferðir og ferðir á ráðstefnur, þátttaka í nefndum og ráðum einkum í stjórnsýslu og vísindum. Þúsundir Íslendinga  öðlast nýja reynslu, ný sjónarhorn og kannski fyrst og síðast fá tímabundið nauðsynlega fjarlægð á land […]

Höfundur