Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 15.01 2011 - 18:36

Megum ekki forpokast meir en orðið er

Við þurfum að uppfæra íslenska mannréttindalöggjöf og gefa mannréttindum meira stjórnskipunarlegt vægi. Við ættum að gefa alþjóðlegum sáttmálum sem við undirritum lagalegt gildi.  Innleiða viðauka nr. 12 við Mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun. Innleiða löngu tímabærarar tilskipanir í vinnurétti frá ESB.  Ganga í Evrópusambandið ekki síst vegna mannréttinda.  Við megum ekki einangrast og forpokast meira […]

Fimmtudagur 13.01 2011 - 14:55

Af túlkamálum fyrir dómstólum!

Mér varð aðeins á í messunni í gær þegar ég talaði um rétt útlendinga í dómskerfinu þegar kæmi að túlkamálum.  Dæmið sem vakti viðbrögð mín var af vettvangi sýslumanna en þeir eru hluti af framkvæmdavaldinu nú orðið eins og við eigum að vita.  Formaður Dómarafélags Íslands, Ólafur Ólafsson,  áminnti mig um þetta af sinni elskusemi […]

Miðvikudagur 12.01 2011 - 11:43

Verkefni: Aðlögun að því besta…

 Nú reka menn upp ramakvein yfir því að réttur útlendinga í dómskerfinu sé fyrir borð borinn hvað varðar túlkaþjónustu.  þetta hefur legið fyrir alla tíð. Réttur til túlkaþjíónustu er mjög takmarkaður hér á landi.  Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins ECRI hefur bent á þetta í öllum skýrslum sínum, síðast 2007 með eftirfarandi ráðleggingu: ,,ECRI recommends that the Icelandic […]

Sunnudagur 09.01 2011 - 14:28

Silfrið: Beið eftir Bítlunum..!

Virkilega góð útvarpsprédikun hjá Sigrúnu Óskarsdóttur presti í Árbæjarkirkju í útvarpinu í morgun.  Kristur í prédikuninni vappandi um á meðal vor í mynd kærleika og umhyggju.  Engra lykilorða krafist, opið öllum.  það eru nokkrir athyglisverðir prestar uppi nú um stundir.  Við þurfum einn af þeim í Skálholt. Sigrún væri eftirtektarverður kandidat í það embætti.  Notalegt að […]

Fimmtudagur 06.01 2011 - 16:48

Hallærisgangur í VG

Orðhengilsháttur fulltrúa VG þessa dagana þegar þeir eru að reyna að fela vandræðagang sinn fyrir kjósendum er hallærislegur.  Þeir fara undan spurningum í flæmingi eins og hræddir ófleygir fuglar. Annars a allt í pólitíkinni á að vera fyrir opnum tjöldum. Þingfundir eru opnir. Bæjarstjórnarfundir eru opnir. Það eiga þingnefndarfundir líka að vera.  Flokksráðsfundir eiga að […]

Fimmtudagur 30.12 2010 - 14:52

Fólk ársins: Steingrímur og Jóhanna!

Ég held mig enn við það að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé ein sú besta sem við höfum haft lengi.  Ofaní allt rausið og nokkra heilaga anda yst á öðrum kantinum er henni að takast hægt og örugglega að mjaka okkur upp úr kreppunni.  Þessi einkunnagjöf mín hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgum sem […]

Sunnudagur 26.12 2010 - 11:49

Úr prédikun dagsins í Strandarkirkju!

,,Mér finnst að það hafi verið svona skilyrði eins og í dag  sem þeir hrepptu sjómennirnir sem byggðu þessa kirkju, myrkur, fimbulkuldi, rok, hríð eða rigning, ógnvænleg ölduhæð og hvert er síðasta ráðslag mannsins. Biðja Guð um hjálp.  Þegar ekkert virðist framundan nema hin kalda gröf.  Þegar smæð mannsins er átakanleg gagnvart hinum heljarþrungnu náttúruöflum.  Þá […]

Laugardagur 25.12 2010 - 12:02

Úr jólaprédikun í Hjallakirkju í Ölfusi

,,Hér ríkir ekki fátækt á Afríkanskan mælikvarða þar sem fólk borðar grauta mánuðum saman en hér er félagsleg fátækt. Fólk getur ekki veitt sér það sem það telur að það eigi að geta veitt sér á jólum og það telur að aðrir geti veitt sér og daglega horfir fólk í sjónvarpi á glæsilegan neysluheim.  Víða er […]

Fimmtudagur 23.12 2010 - 18:43

Jólakveðja

Sendi öllum vinum mínum og kunningjum firnagóðar jólakveðjur með þakklæti fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og með von um farsæl samskipti á ári komanda Kv.  baldur

Miðvikudagur 22.12 2010 - 13:14

Skortur á virðingu fyrir börnum?

Sonur minn átta ára hefur farið í sund með vinum sínum allt þetta ár eða einn í sund eins og það er kallað.  Nú um áramótin ganga í gildi reglur sem kveða á um 10 ára aldursmark.  Skynsamlegt hjá Svandísi Svavarsdóttur – hún óttast það eins og ég að börnin fari sér að voða.  Frá […]

Höfundur