Sigrún Daníelsdóttir hefur ritað eftirfarandi færslur:

Fimmtudagur 02.08 2012 - 14:42

Fegurð og fjölbreytileiki

Þessi mynd er farin að rúlla um netið. Þetta er samanburður á herferð Dove snyrtivörufyrirtækisins, sem byggðist á því að sýna fegurðina í fjölbreytilegum vexti raunverulegra kvenna, og nýjustu herferð Victoria’s Secret nærfatarisans. Eins og andstæður þessara herferða væru ekki nógu augljósar þá dregur yfirskrift þeirrar síðarnefndu skýrt og greinilega fram að hér er ekki […]

Þriðjudagur 17.07 2012 - 13:36

Passaðu barnið þitt!

Ég hef lengi fjallað um líkamsmynd, megrun og átraskanir á opinberum vettvangi og stundum hefur fólk samband við mig af því það hefur áhyggjur af börnunum sínum hvað þessi mál snertir. Undanfarið hef ég fengið símtöl sem vekja hjá mér ugg þar sem áhyggjufullir foreldrar og íþróttaþjálfarar greina frá því að börn í íþróttum séu […]

Sunnudagur 13.05 2012 - 10:27

Takk Ísland!

Fyrir viku lauk herferðinni Fyrir hvað stendur þú? sem hrundið var af stað  í tilefni Megrunarlausa dagsins 6. maí. Alls tóku tæplega 200 manns á öllum aldri þátt í herferðinni með því að senda inn myndir af sjálfum sér ásamt jákvæðum skilaboðum um útlit og heilsu og enn fleiri studdu átakið með hvatningarorðum. Eins og […]

Þriðjudagur 01.05 2012 - 11:00

Megrunarlausi dagurinn 2012

Megrunarlausi dagurinn er þann 6. maí nk. og af því tilefni ýtum við úr vör vitundarvakningarherferðinni  „Fyrir hvað stendur þú?“ sem gerð er að erlendri fyrirmynd eins og áður hefur komið fram. Konan á myndinni hér fyrir ofan heitir Helga Bryndís Ernudóttir og er snillingurinn á bak við alla myndvinnslu í þessari herferð. En þar […]

Þriðjudagur 13.03 2012 - 21:00

Samtök um líkamsvirðingu

Í dag voru stofnuð Samtök um líkamsvirðingu. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis munu samtökin gera sitt til að vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Það er von okkar að hér megi rísa öflug hreyfing gegn öllum þeim óheilbrigðu og jafnvel […]

Þriðjudagur 21.02 2012 - 14:11

Fyrir hvað stendur þú?

Kæru unnendur líkamsvirðingar. Munið þið eftir bandarísku herferðinni sem við sögðum frá um daginn? Þar gat fólk sent inn myndir af sér ásamt slagorðum um hvað það vildi standa fyrir (eða gegn) í stríðinu um líkamann. Nú ætlum við að fara af stað með svipaða herferð hérlendis og köllum eftir fólki sem vill taka þátt. Við viljum vekja íslenskt […]

Laugardagur 04.02 2012 - 15:32

Stöndum saman!

Í ársbyrjun ýtti Íslandsvinurinn Marilyn Wann út vör mótmælaherferð gegn afar umdeildum auglýsingum á vegum Barnaheilsugæslunnar í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum þar sem dregið er fram hversu ömurlegt hlutskipti það sé að vera feitt barn og gefið í skyn að það sé foreldrum þeirra að kenna. Einnig má lesa úr auglýsingunum að holdafar barnanna beinlínis kalli á stríðni og útskúfun. Þetta er algengt […]

Miðvikudagur 04.01 2012 - 12:41

Af hverju megrun er ekki góð hugmynd…

Hér er ný grein úr New York Times sem á vel við í upphafi ársins. Þar er fjallað um viðbrögð líkamans við megrun og útskýrt ágætlega af hverju það er svona gríðarlega erfitt að grennast með varanlegum hætti. Það vekur þó furðu mína að höfundi greinarinnar virðist gjörsamlega fyrirmunað að koma auga á rökrétta niðurstöðu […]

Þriðjudagur 27.12 2011 - 12:00

Ár líkamsvirðingar

Kæru landsmenn og konur. Megi árið 2012 verða ár líkamsvirðingar í lífum ykkar. Megið þið læra að elska líkama ykkar og bera virðingu fyrir þörfum hans og útliti. Megið þið læra að þekkja, hlusta á og hugsa um líkama ykkar af alúð og væntumþykju – og megið þið læra að líta líkama annars fólks, í […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com