Færslur fyrir flokkinn ‘Samfélagsbarátta’

Þriðjudagur 01.05 2012 - 11:00

Megrunarlausi dagurinn 2012

Megrunarlausi dagurinn er þann 6. maí nk. og af því tilefni ýtum við úr vör vitundarvakningarherferðinni  „Fyrir hvað stendur þú?“ sem gerð er að erlendri fyrirmynd eins og áður hefur komið fram. Konan á myndinni hér fyrir ofan heitir Helga Bryndís Ernudóttir og er snillingurinn á bak við alla myndvinnslu í þessari herferð. En þar […]

Þriðjudagur 13.03 2012 - 21:00

Samtök um líkamsvirðingu

Í dag voru stofnuð Samtök um líkamsvirðingu. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis munu samtökin gera sitt til að vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Það er von okkar að hér megi rísa öflug hreyfing gegn öllum þeim óheilbrigðu og jafnvel […]

Þriðjudagur 21.02 2012 - 14:11

Fyrir hvað stendur þú?

Kæru unnendur líkamsvirðingar. Munið þið eftir bandarísku herferðinni sem við sögðum frá um daginn? Þar gat fólk sent inn myndir af sér ásamt slagorðum um hvað það vildi standa fyrir (eða gegn) í stríðinu um líkamann. Nú ætlum við að fara af stað með svipaða herferð hérlendis og köllum eftir fólki sem vill taka þátt. Við viljum vekja íslenskt […]

Laugardagur 04.02 2012 - 15:32

Stöndum saman!

Í ársbyrjun ýtti Íslandsvinurinn Marilyn Wann út vör mótmælaherferð gegn afar umdeildum auglýsingum á vegum Barnaheilsugæslunnar í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum þar sem dregið er fram hversu ömurlegt hlutskipti það sé að vera feitt barn og gefið í skyn að það sé foreldrum þeirra að kenna. Einnig má lesa úr auglýsingunum að holdafar barnanna beinlínis kalli á stríðni og útskúfun. Þetta er algengt […]

Laugardagur 19.11 2011 - 09:45

Siglt undir fölsku flaggi

Góð vinkona benti mér á konu að nafni Nancy Upton. Nancy þessi ákvað að taka þátt í keppni á vegum bandaríska tískuvörurisans American Apparel en þeir stóðu fyrir auglýsingaherferð þar sem þeir ákváðu að auka úrvalið í verslunum sínum og bjóða upp á „plus-size“ föt, það er föt fyrir konur sem nota stærri flíkur en […]

Fimmtudagur 13.10 2011 - 19:03

Látum verkin tala

Jæja krakkar. Þegar þetta er skrifað hafa 156 manns gefið til kynna að þeim líki við síðustu færslu sem birtist hér á vefnum. Látum nú á það reyna hvort 156 manneskjur eru tilbúnar til að láta verkin tala og 1) hringja eða skrifa bréf til Mörtu Maríu – eða ritstjórnar Morgunblaðsins – og kvarta yfir útlits- og megrunaráherslum […]

Föstudagur 09.09 2011 - 19:36

National Geographic

National Geographic birti nýlega umfjöllun um Heilsu óháð holdafari sem lesa má hér. Vel skrifuð grein sem útskýrir hugmyndafræði Heilsu óháð holdafari skýrt og skilmerkilega. Húrra fyrir því!

Þriðjudagur 06.09 2011 - 21:27

Meira um Möggu

Hér má finna nokkrar skemmtilegar útfærslur á því sem gerist næst í lífi Möggu litlu sem var send í megrun fyrir skemmstu:

Sunnudagur 03.07 2011 - 19:07

Be the change

Gandhi sagði: Vertu sú breyting sem þú vilt sjá í veröldinni. Með því átti hann við að það er þversagnarkennt að tala um að vilja sjá breytingar í umhverfi sínu en halda síðan áfram að hegða sér á þann hátt sem viðheldur ástandinu eins og það er.  Í því samhengi er gott að átta sig […]

Fimmtudagur 23.06 2011 - 22:02

Samfélagsbreytingar

Eins og kom fram í síðasta pistli þá þurfum við að gera breytingar í samfélaginu okkar ef við viljum draga úr tíðni átraskana.  Fyrir nokkrum áratugum síðan voru átraskanir nánast óþekktar. Þær voru afar sjaldgæf tilfelli sem dæmigerður geðlæknir gat átt von á að hitta fyrir í mesta lagi einu sinni eða tvisvar á öllum […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com