Færslur fyrir flokkinn ‘Samfélagsbarátta’

Fimmtudagur 05.05 2011 - 22:40

Megrunarlausi dagurinn

Megrunarlausi dagurinn er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum vegna holdafars. Hann er upprunninn í Bretlandi fyrir 19 árum en hefur síðan borist vítt og breitt um heiminn, nú síðast til Íslands, þar sem hann hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2006. Mörgum kann að finnast kjánalegt að halda upp á einn megrunarlausan dag […]

Fimmtudagur 17.02 2011 - 20:00

Framganga réttindabaráttu feitra

Í þessu myndbandi fjallar Íslandsvinurinn Marilyn Wann um réttindabaráttu feitra og framgang hennar. Sívaxandi hópur fólks um heim allan er farinn að storka ríkjandi hugmyndum um fegurð, hreysti og holdafar með því að „koma út úr skápnum“ sem feitar manneskjur. Það þýðir að þau eru hætt að slá lífinu á frest þangað til þau grennast, […]

Föstudagur 09.07 2010 - 13:10

Hold er heitt

Þessi grein birtist í Wahington Post í fyrradag. Það er svo ótrúlega gaman að sjá þessi litlu merki um að veröldin sé að breytast. Mark my words. Eftir nokkra áratugi verður alveg jafn skrýtið að hugsa til þess að eitt sinn hafi allir átt að vera grannir og manni finnst skrýtið í dag að hugsa til þess […]

Þriðjudagur 06.07 2010 - 11:39

Body Shop barátta

Hér má nálgast frekari upplýsingar um baráttu Body Shop fyrir bættri líkamsmynd. Margir kannast við myndina hér til hliðar en nú hefur fyrirtækið sett af stað nýtt átak í samvinnu við áströlsk átröskunarsamtök og starfshóp á vegum ríkisstjórnarinnar þar í landi. Ætlunin er að skera upp herör gegn slæmri líkamsmynd og átröskunum. Fimmfalt húrra fyrir […]

Laugardagur 03.07 2010 - 17:27

Vei! vigtin slær í gegn

Ég rakst nýverið á þessa auglýsingu frá Body Shop og gleðst innilega yfir því að verslunarkeðja af þessari stærðargráðu skuli taka þátt í baráttunni fyrir líkamsvirðingu. Vigtin minnir óneitanlega á Vei! vigtirnar sem notaðar voru í átaki Megrunarlausa dagsins nú í vor. Þær eru eftirmyndir hinnar bandarísku Yay! scale sem Marilyn Wann, rithöfundur og baráttukona, hannar og […]

Fimmtudagur 06.05 2010 - 08:57

Megrunarlausi dagurinn er í dag

Megrunarlausi dagurinn (International No Diet Day) er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum vegna holdafars. Árið 1992 stofnaði Mary Evans Young, fyrrum átröskunarsjúklingur, International No Diet Day til þess að vekja athygli á skaðlegum áhrifum útlitsdýrkunar og mismununar í garð þeirra sem falla utan hins viðurkennda ramma um æskilegan líkamsvöxt. Síðan þá hefur skipulögð […]

Þriðjudagur 30.03 2010 - 10:47

M & J Show

Lesendur Líkamsvirðingar sem hafa kíkt á útlensku bloggin, sem birtast í lista undir „Tenglar“ hér til hægri á síðunni, ættu að kannast við Rachel Richardson, höfund bloggsins The F-word. Hún er gestur og umfjöllunarefni bandarísks spjallþáttar  sem hægt er að horfa á í tveimur hlutum hér fyrir neðan. Hér er síðan umfjöllun F-word um þáttinn.

Fimmtudagur 31.12 2009 - 13:32

Skammarverðlaunin 2009

Nú þegar árið er að renna sitt skeið er við hæfi að líta yfir farinn veg og skoða hverjir hafa haldið uppi merkjum megrunardýrkunar og líkamsþráhyggju í samfélaginu. Hverjir eru það sem helst halda að okkur þeim boðskap að til þess að vera falleg eða heilbrigð þurfum við að vera grönn og stælt? Hverjir eru […]

Mánudagur 21.12 2009 - 12:16

Ralph Lauren sniðgöngur

Allt frá því heimurinn stóð á öndinni yfir dramatískri myndbreytingu á fyrirsætunni Filippu Hamilton, eins og frægt er orðið, hefur maður að nafni Darryl Roberts staðið fyrir harðri ádeilu á vinnubrögð Ralph Lauren. Þessi ádeila hefur nú snúist upp í opinber mótmæli og markvissar sniðgöngur á vörum fatahönnuðarins, sem vonandi marka aðeins fyrstu skrefin í […]

Mánudagur 23.11 2009 - 12:09

Átröskunarmenning

Ég fór í bíó um daginn og tók eftir því að næstum ALLAR auglýsingar fyrir mynd og í hléi snérust um annað hvort mat, útlit eða megrun. Þarna voru Subway, Ruby Tuesday, Metro og allir helstu skyndibitastaðirnir. Síðan komu snyrti- og hárgreiðslustofurnar og svo loks öfgameðulin, fitubrennslu- og fæðubótarefni frá Fitness Sport og Detox Jónínu […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com