Færslur fyrir flokkinn ‘Stríðið gegn fitu’

Fimmtudagur 19.02 2015 - 14:30

Að vera eða vera ekki byrði á þjóðfélaginu

    Nýlega varð ég vitni að umræðuþræði á netinu þar sem fólk viðraði áhyggjur sínar af heilbrigðiskerfi Íslendinga og hinum gríðarlega kostnaði sem það taldi fylgja því. Eftir þúfur og þras meðal þátttakenda var niðurstaðan sú að íslenska heilbrigðiskerfið væri alls ekki svo kostnaðarsamt samanborið við önnur lönd, hins vegar væri feitt fólk að […]

Sunnudagur 18.01 2015 - 22:16

Hvers vegna er The Biggest Loser umdeilt sjónvarpsefni?

  Líklega hefur það ekki farið framhjá mörgum að sýningar á annarri seríu af The Biggest Loser Ísland eru að hefjast. Á nánast öllum strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu eru skilaboðin skýr: „Baráttan heldur áfram“. The Biggest Loser þættirnir hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi og breiðst út um heiminn þannig að í dag eru staðbundnar útgáfur af […]

Þriðjudagur 10.06 2014 - 21:13

Fitubollurnar – taka tvö!

Hæ Teitur! Ég verð að segja að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með þig í dag þegar þú birtir pistilinn þinn í Fréttablaðinu. Þar varaðirðu við þróun ofþyngdar, offitu og aukakvillum hennar sem eru vísar til að “fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins”. Tilefnið var sú “skelfilega þróun” sem ráða mátti úr tölum sem birtust nýlega […]

Sunnudagur 23.02 2014 - 18:25

Yfirlýsing vegna Biggest loser

Samtök um líkamsvirðingu ásamt Félagi fagfólks um átraskanir, Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, Matarheillum og Félagi fagfólks um offitu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna Biggest loser þáttanna: Nýlega hófust sýningar á íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttanna The Biggest Loser hjá Skjá Einum. Þar sem þættirnir hafa verið kynntir hér á landi undir þeim formerkjum að þeir […]

Mánudagur 14.10 2013 - 20:35

Fordómavekjandi umfjöllun fjölmiðla um offitu

Ég hef stundum verulegar áhyggjur af fréttaflutningi um offitu og hvernig hann hefur áhrif á líkamsmynd fólks og viðhorf gagnvart feitu fólki. Í fjölmiðlum hafa fréttir af „offitufaraldri“ aukist til muna síðan á 9. áratugnum. Fjölmiðlum finnst viðeigandi að nota orð sem í fortíðinni hefur verið notað yfir banvæna smitsjúkdóma eins og svarta dauða eða […]

Sunnudagur 28.07 2013 - 15:40

Félagslegt misrétti í nafni heilbrigðis

Í gær sagði fréttastofa BBC frá því að vísa ætti suður-afrískum manni úr landi í Nýja-Sjálandi fyrir þær sakir að vera feitur. Þessi maður vegur 130 kíló en þegar hann kom fyrst til landsins var hann 160 kg. Hann hafði því grennst um 30 kg. frá árinu 2007. Tekið var fram í fréttinni að þyngd mannsins […]

Laugardagur 15.12 2012 - 16:10

Offita sem barnaverndarmál

Í síðustu viku varð fjaðrafok í fjölmiðlum þegar greint var frá því að árlega bærust nokkrar tilkynningar til Barnarverndar Reykjavíkur þar sem holdafar barns væri meðal áhyggjuefna. Þetta mátti skilja sem svo að offita barna væri orðin svo skelfilegt vandamál að hún væri nú farin að koma til kasta barnaverndaryfirvalda. Þetta þurfum við að skoða nánar. Í […]

Fimmtudagur 16.08 2012 - 12:58

Til þeirra sem gengur gott eitt til

    Aðeins tveimur dögum eftir að Íslendingar fjölmenntu niður í bæ til þess að taka þátt í gleðigöngunni og fagna réttindum samkynhneigðra og transfólks birtist þessi pistill á vinsælum dægurmálavef. Rúmlega 500 manns hafa gefið til kynna að þeim líki þessi skrif, sem sýnir líklega hversu skammt við erum á veg komin í mannréttindabaráttunni – tilhneiging […]

Fimmtudagur 24.05 2012 - 10:50

Michelle Obama í The Biggest Loser

Áður hefur verið fjallað um offituherferð Michelle Obama hér á síðunni auk þess sem vakin hefur verið athygli á öfgunum í þáttunum The Biggest Loser.  Nú hefur Michelle birst í þáttunum til að óska þátttakendunum til hamingju með að vera fyrirmyndir. Það verður að teljast vonbrigði að jafn áhrifamikil kona og hún skuli hvetja fólk til að […]

Mánudagur 14.11 2011 - 21:14

Hinn þögli dauði

Það er ekki fyrr búið að kveða eina heimsendafréttina í kútinn en önnur sprettur upp. Fjölmiðlar á Íslandi virðast alveg staðráðnir í því að hér skuli ríkja óslitið neyðarástand yfir holdafari þjóðarinnar. Í dag birtist forsíðufrétt í Fréttablaðinu um að níu manns hafi dáið „úr offitu„ frá árinu 2002 og rætt við forstöðulækni Hjartaverndar sem spáir hér […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com