Færslur fyrir flokkinn ‘Stríðið gegn fitu’

Föstudagur 11.11 2011 - 09:01

Ísland er EKKI næst feitast

Reglulega birtast fréttir í fjölmiðlum um hve Íslendingar eru orðnir feitir. Þegar farið er yfir gömul dagblöð má finna dæmi um slíka umfjöllun allt að 40 ár aftur í tímann, og það sem vekur athygli, er að viðkvæðið er alltaf það sama: Óháð því hversu feitir Íslendingar hafa verið á hverjum tíma þá hefur sífellt […]

Fimmtudagur 25.08 2011 - 11:57

Michelle fer í megrun

Þetta myndband er andsvar við barnabókinni „Magga fer í megrun“ – í rímum eins og bókin sjálf. Tékkit! Áhugasamir geta síðan lesið hér um umfjöllun LA Times um málið, sem sýnir að það finnst sko alls ekki öllum neitt athugavert við þessa bók, og minnir mann á að eflaust eiga „vel meinandi“ foreldrar, kennarar og […]

Laugardagur 20.08 2011 - 17:09

Megrun fyrir börn

Fréttin um megrunarbók fyrir börn (markhópurinn virðist samt aðallega vera litlar stúlkur – nema hvað) hefur farið um netheimana eins og eldur í sinu síðustu daga. Viðbrögðin hafa verið samtaka hneykslan og furða: Hvað næst, spyr fólk? Átaksnámskeið fyrir leikskólabörn? Hitaeiningateljari í nintendo vasatölvuna? Flest virðumst við sammála um að það er eitthvað verulega rangt […]

Föstudagur 17.12 2010 - 00:05

100 ára stríðið

Það er áhugavert að kynna sér sögu stríðsins við fitu sem nú hefur staðið yfir í meira en heila öld.  Hvaðan kemur sú hugmynd að fita sé rót alls ills en dyggðin fólgin í grönnum vexti? Um nákvæma tímasetningu má alltaf deila og finna má heimildir um fituhatur sem ná mun aftar í mannkynssögunni, en […]

Þriðjudagur 13.04 2010 - 11:58

Fleiri furðulegar skýringar

Þetta er enn ein furðan. Hér er náungi sem heldur því fram að orsakir offitu liggi í því að fólk hlusti of mikið á líkama sinn, sem er ófær um að gefa rétt skilaboð í offituvænu umhverfi. Hann, eins og svo margir sem aðhyllast offitubaráttuna, telur að mannslíkaminn sé stöðugt svangur (gráðugur) og þess vegna […]

Sunnudagur 21.03 2010 - 18:10

Meira um offituherferð Obama

Hér fyrir neðan má lesa áhugaverða grein um offituherferð Michelle Obama þar sem farið er yfir helstu áhersluatriði forsetafrúarinnar í þessu framtaki: Að eitt af hverjum þremur börnum sé of þungt eða of feitt, að tíðni offitu meðal barna hafi þrefaldast í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, og að börnin í dag eigi á hættu […]

Miðvikudagur 17.03 2010 - 09:07

Hvað er offita?

Ég er ekki viss um að allir átti sig fyllilega á því við hvað er átt þegar talað er um ofþyngd og offitu. Ég veit að ég gerði mér litla grein fyrir hvað þessi orð þýddu áður en ég fór að kynna mér málið. Auðvitað hafði ég sterka ímynd í höfðinu sem poppaði upp í […]

Föstudagur 12.03 2010 - 14:59

Um líkamsvöxt og líkamsmynd

Skelfilega grunnhyggin umfjöllun um holdafar og líkamsmynd birtist í DV í dag sem undirstrikar vel þá meinloku sem ríkir um þessi mál. Rætt er við Dr. Ársæl Arnarsson, dósent í sálfræði við Háskólann á Akureyri, sem greinir frá niðurstöðum rannsóknar sem sýnir að líkamsmynd íslenskra unglinga er ekki upp á marga fiska. Um 40% stúlkna […]

Föstudagur 26.02 2010 - 21:11

Offituherferð Obama

Í kringum síðustu mánaðarmót ýtti forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, úr vör herferð sinni gegn offitu barna. Lengi hefur tíðkast að eiginkonur forseta Bandaríkjanna sinni hugðarefnum sínum opinberlega með þessum hætti til þess að halda jákvæðri ímynd Hvíta hússins á lofti. Hver man t.d. ekki eftir Just Say No herferð Nancy Reagan? Í slíkar framkvæmdir fara iðulega miklir […]

Þriðjudagur 02.02 2010 - 19:17

Sífellt fleiri börn í kjörþyngd

Fyrir þá sem misstu af fréttatíma RÚV þann 8. október sl. er ágætt að rifja upp áhugaverða frétt sem kom þar fram. Rætt var við Margréti Héðinsdóttur, skólahjúkrunarfræðing hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, sem greindi frá þyngdarþróun meðal íslenskra barna síðustu áratugina. Mikið hefur verið rætt (eða öllu heldur æpt) um offitu barna undanfarið og því áhugavert að skoða […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com