Föstudagur 30.09.2011 - 07:37 - FB ummæli ()

Grín?

Ættbálkasamfélagið íslenska heldur áfram að koma á óvart.

Sjáið bara þetta hér.

Fundur sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og fer greinilega út í að spæla ríkisstjórnina, eins og íslensk stjórnmálabarátta gengur yfirleitt fyrir sig.

Og þá stekkur upp maður og stingur upp á að Össur Skarphéðinsson verði gerður að sendiherra í Palestínu þegar ættbálkur Sjálfstæðisflokksins verður kominn til valda.

Og þetta vakti mikinn fögnuð, segir Pressan.

Ókei, kannski átti þetta að vera fyndið. Það má afsaka mörg ósmekklegheitin með því að þau hafi verið „bara grín“.

En samt.

Í fyrsta lagi er auðvitað athyglisvert hvað maðurinn – og fundarmenn – telja að eigi að vera fyrsta verkið eftir að flokkurinn hefur komist til valda.

Jú, skipa í embætti eins og honum hentar.

Í öðru lagi er frelsisbarátta Palestínumanna höfð að háði og spotti, og notuð sem ódýr spæling í pólitísku þrefi á Íslandi – að ég segi ekki á Seltjarnarnesinu.

Það finnst mér lágkúrulegt.

Barátta Palestínumanna er dauðans alvara, og það er ósæmilegt að nota dauðans alvöru annars fólks sem brellibragð í pólitísku ati í íslenska ættbálkasamfélaginu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!