Færslur fyrir júní, 2014

Laugardagur 21.06 2014 - 12:00

Svarti prinsinn

Ég hef því miður ekki tök á að sitja málþing sem haldið er í dag í Þjóðminjasafninu í tilefni af því að um þessar mundir eru sextíu ár frá fæðingu Matthíasar Viðars Sæmundssonar bókmenntafræðings og rithöfundar. Sjá hér. En þetta er mjög vel til fundið. Matthías Viðar var afar skarpskyggn maður og snjall, hann var víðsýnn […]

Föstudagur 13.06 2014 - 22:14

Hinn gáfulegi fótbolti Hollendinga

Fyrsta heimsmeistaramótið í fótbolta sem ég man eftir var mótið 1974 sem var haldið í Vestur-Þýskalandi. Þjóðverjar áttu gott lið, sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari, en engum blandaðist hugur um að hollenska liðið var í rauninni töluvert betra. Með Johan Cruyff í broddi fylkingar, einn allra mesta töffarann í hópi fótboltamanna. Fjórum árum […]

Föstudagur 13.06 2014 - 17:14

Hinn ofsótti Framsóknarflokkur

Á jafnréttisráðstefnu Nordisk Forum í Svíþjóð var verið að ræða stöðu kvenna og hatursofsóknir og ofbeldi sem þær sæta. Uppi á sviði stendur Siv Friðleifsdóttir og svarar fyrirspurnum úr sal. Þá gefur sig fram Eygló Harðardóttir jafnréttisráðherra Íslands. Hvað brennur á henni í jafnréttismálum? Hvað er það við þær ofsóknir og hatur sem konur mega þola […]

Fimmtudagur 12.06 2014 - 09:17

Þegar allir hefðu átt að vera að vanda sig

Uppistandið eftir dóminn í Aurum-málinu gerir mig eiginlega fyrst og fremst hryggan. Þetta er svona mál þar sem maður hugsar (og dæsir við): Getum við þá ekki gert neitt rétt? Yfirleitt hef ég passað mig á því að hafa ekki opinbera skoðun á málaferlum út af eftirköstum hrunsins. Ástæðan er einfaldlega sú að ég skil […]

Fimmtudagur 05.06 2014 - 18:27

Niðurlæging

Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík gefa útlendingaandúð undir fótinn í kosningabaráttunni. Þetta vekur mikla hneykslun – meðal annars innan Framsóknarflokksins. Ráðherrarnir þegja hins vegar þunnu hljóði – nema reyndar Gunnar Bragi utanríkisráðherra sem þó hverfur fljótlega aftur. Eygló Harðardóttir, sem við bundum sum miklar vonir við, hún gufar upp. Rasistar landsins fagna hins vegar ógurlega og […]

Fimmtudagur 05.06 2014 - 09:36

Fyrirspurn til Eyglóar Harðardóttur

Sæl Eygló. Eins og þú veist setti Sveinbjörg  oddviti Framsóknar í Reykjavík fram stefnu í kosningabaráttunni sem fólk ekki aðeins í sér fordóma gegnum einum þjóðfélagshópi, heldur líka hreina og beina atlögu að mannréttindákvæðum stjórnarskrárinnar. („Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur.“ Jafnframt sagði Guðfinna […]

Miðvikudagur 04.06 2014 - 10:20

Vill Framsóknarflokkurinn þessa nýju ímynd?

Tvívegis síðustu vikuna hef ég verið sakaður um það opinberlega að styðja ódeyfðan umskurð stúlkubarna. Já, og ekki bara styðja – heldur hefur því verið haldið fram að slíkar aðgerðir gleðji mig alveg sérstaklega. Þetta gerðist á Facebook og blogginu, og ástæðan fyrir þessum ásökunum var sú að ég hafði gagnrýnt forkólfa Framsóknarflokksins fyrir að […]

Þriðjudagur 03.06 2014 - 21:45

Það er verið að hæðast að okkur

Það er verið að gera grín að okkur. Forráðamenn veiðiárinnar í Norðurárdal ætla að bjóða Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í veiði á fimmtudaginn. Það er í sjálfu sér siðlaust, en svo hafa þeir ákveðið að sparka í fólk sem hefur áhyggjur af siðferði í íslenskum stjórnmálum með því að halda því fram að […]

Sunnudagur 01.06 2014 - 22:46

Langt út úr siðuðu samfélagi

Karl Th. Birgisson skrifaði í dag fínan pistil um Framsóknarflokkinn á sína Herðubreið, þið getið lesið hann hér. Ég vona að mér fyrirgefist að vitna í sjálfan mig, en ég skrifaði þetta hér þegar ég birti hlekk á pistil Karls á Facebook: Þetta er góð grein hjá Karli Th. og skiljanlegt að hann reyni að komast […]

Sunnudagur 01.06 2014 - 07:22

Útvarp Saga hefur eignast stjórnmálaarm

Jæja – stór sigur Samfylkingar undir forystu Dags B. Eggertssonar í Reykjavík gekk eftir. Þegar til lengdar lætur eru það auðvitað þau tíðindi úr Reykjavík sem skipta mestu máli. Til lukku, Dagur, þetta var vel að verki staðið. Nú í morgunsárið viðurkenni ég hins vegar fúslega að mér þykir súrt í broti að Framsóknarflokkurinn skuli hafa […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!