Færslur fyrir apríl, 2014

Mánudagur 28.04 2014 - 07:57

Furðuleg vinnubrögð

Furðuleg vinnubrögð virðast í gangi hjá Framsóknarflokknum í sambandi við leitina að oddvita í Reykjavík. Þar stendur greinilega yfir dauðaleit að bara einhverjum sem fæst til að leggja nafn sitt við flokkinn, og viðkomandi virðist mega ráða alveg sjálfur eða sjálf hvaða mynd flokkurinn á að taka á sig. Samanber hið undarlega framboð Guðna Ágústssonar […]

Laugardagur 26.04 2014 - 17:44

Í leit að týndri tíð, 53

Áðan var ég á göngu frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Þá bar það til tíðinda að þegar ég var nýlega kominn yfir Snorrabrautina fylltist ég skyndilegri og næstum ómótstæðilegri hvöt til að fara í Stjörnubíó eins og það leit út nýuppgert eftir brunann 1973, kaupa mér brakandi hrískúlur og horfa á ítalska mynd. Ég þurfti […]

Fimmtudagur 24.04 2014 - 16:50

Þegar ferðamennirnir fara

Ég man þegar Íslendingar ætluðu að verða ríkir á fiskeldi. Fiskeldisstöðvar spruttu þá upp hvar sem hægt var að koma þeim fyrir í sjónum. Það fór eins og það fór. Næst man ég að Íslendingar ætluðu að verða ríkir á loðdýraeldi. Þá var allt í einu komið minkabú í hvern krók og kima. Það fór […]

Þriðjudagur 22.04 2014 - 23:04

Kæru framsóknarmenn

Kæru framsóknarmenn. Ég veit að stundum þarf að gera fleira en gott þykir. Þið hafið stöku sinnum – vegna skorts á öðrum skárri – þurft að troða upp með dálítið misjafna sauði sem frambjóðendur. Þið hafið neyðst til þess einstaka sinnum að tefla fram frambjóðendum sem hafa notað tækifærið til að maka krókinn og skipað […]

Föstudagur 18.04 2014 - 18:20

Hvert fara minningarnar?

Rétt áðan leitaði ég skjóls undan páskahretinu í bókabúð Eymundssonar í Austurstræti og gramsaði þar í nýjum bókum meðan hryðja gekk yfir. Og þá sá ég eina í erlendu deildinni sem kveikti gamlar minningar. Sumarið 1969 var ég níu ára og þá var ég settur einn upp í flugvél til Skotlands að heimsækja einkavin föður […]

Mánudagur 14.04 2014 - 10:57

Þemagarðurinn Ísland

Í fjölskylduboði í gær var verið að ræða hvort miðbærinn í Reykjavík væri orðinn svokölluð túristagildra. Þar sem er allt gert til að laða að túrista en þó aðeins gegn háu gjaldi. Þar til svo er komið að innfæddum er smátt og smátt ýtt burt til að rýma fyrir nýjum hótelum, túristabúðum, túristaveitingastöðum, etc. Og […]

Laugardagur 12.04 2014 - 08:40

Um hvað snýst þetta?

Skýrsla Alþjóðamálastofnunar sýndi eitt, svo ekki varð um villst. Að það er möguleiki að ná svo góðum samningi við Evrópusamningi að það gæti bætt okkar hag stórlega. Möguleiki, svo ég kveði nú ekkert sterkar að orði. Það er möguleiki en ekki öruggt. En þeim möguleika ætlar ríkisstjórn Sigmundar, Davíðs og Bjarna að svipta okkur í […]

Þriðjudagur 08.04 2014 - 22:14

Góði guð

Viltu hlífa okkur við meiru af þessu? Viltu láta þetta fólk fara bara heim til sín? Plís!! (Ef einhver þarf skýringu á þessari grátbólgnu bæn, þá er hún hér.)

Mánudagur 07.04 2014 - 13:55

Ríkisstjórnin á að hypja sig

Ég þarf ekkert mikið að segja núna. Nema eitt. Mér finnst að sú ríkisstjórn sem ætlaði (og ætlar reyndar enn) að svipta þjóð sína tækifærinu til að láta reyna í alvöru á það sem kemur fram hér á eftir, hún eigi að segja af sér nú þegar. Hún vinnur ekki með hagsmuni almennings í huga […]

Sunnudagur 06.04 2014 - 10:13

Hvernig getur þetta verið stefna?

Bjarni Benediktsson var að messa í Valhöll í gær. Sjá hérna. Þar mun hann hafa sagt: „Við höfum ávallt haldið þeirri stefnu skýrt fram, að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB.“ Þetta er náttúrlega í fyrsta lagi lygi. Eins og Benedikt Jóhannesson rifjaði upp á Austurvelli í gær og iðulega hefur svo sem verið […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!