Laugardagur 14.11.2015 - 13:33 - FB ummæli ()

Ásta Sóllilja býr um alla jörðina

Sjálfsagt er og eðlilegt að þeir sem hryðjuverkamenn ráðast á verji hendur sínar – og það af fullri hörku. Mikilvægt er hins vegar að sú harka lendi ekki á þeim sem ekkert hafa til saka unnið.

Við Íslendingar munum náttúrlega aldrei „taka þátt í“ stríðinu gegn Ísis að neinu marki – nema hvað við getum tekið vel á móti þeim flóttamönnum undan Ísis og öðrum ofbeldisöflum sem hingað leita. Það er fólk sem á líka um sárt að binda, rétt eins og íbúar í París.

Tökum á móti þeim með samhygð. Ásta Sóllilja býr um alla jörðina.

 

(Þetta er Facebook-færsla sem ég set hér líka því þetta er svona það sem ég hef að segja um voðaverkin í París.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!