Færslur fyrir maí, 2015

Sunnudagur 24.05 2015 - 00:04

Sigmundur Davíð setur heimsmet

Sigmundi Davíð er tíðrætt um heimsmet sem hann telur sig einlægt vera að setja. En nú hefur hann sennilega sett raunverulegt heimsmet – loksins. Það hlýtur að vera einhvers konar heimsmet að þegar þjóð er óánægð með ríkisstjórn sína, þá útskýri leiðtogi ríkisstjórnarinnar það með því að þjóðin sé geðveik.

Mánudagur 11.05 2015 - 21:23

Var þetta svona stór kaka?

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref. Og þó það sé ekki lengur fjöldaatvinnuleysi á Íslandi, þá er landflótti hafinn á ný, slíkt er ástandið. Og hvaða svörum mæta launþegar? Jú, geðvonskulegum og helstil fruntalegum Bjarna Benediktssyni. Hann er búinn að klúðra því tækifæri sem alnafni hans og frændi greip svo eftirminnilega á sjöunda áratugnum, […]

Mánudagur 11.05 2015 - 08:28

Sátt sægreifanna

Í útvarpinu nú rétt áðan var mættur á Bylgjuna Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis og helsti málsvari sægreifanna í Sjálfstæðisflokknum. Hann var kominn til að tala um makríltillögur Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, og eins og talsmanna ríkisstjórnarflokkanna er háttur bar hann sig illa undan „umræðunni“ sem væri uppfull af misskilningi og rangfærslum. Og svo sagði […]

Fimmtudagur 07.05 2015 - 17:56

Af hverju látum við líðast að Sigmundur og Bjarni gefi auðlindina okkar?

Áðan fór ég út í sjoppu. Þar keypti ég meðal annars lottómiða eins og ég geri fáeinum sinnum á ári og af rælni keypti ég nú miða í evrópska lottóinu. „Fæ ég þá ekki tvo þrjá milljarða í vinning?“ spurði ég afgreiðslupiltinn, og hann játti því. „Að minnsta kosti það, held ég,“ bætti hann við. […]

Mánudagur 04.05 2015 - 20:28

Segðu af þér Sigmundur Davíð

Það er ekki stórmál í sjálfu sér – kökumálið Sigmundar Davíðs. En það er heldur ekki fyndið. Það lýsir fullkominni fyrirlitningu forsætisráðherra á Alþingi, á starfi sínu og þar með á þjóðinni. Og ekki í fyrsta sinn. Ekki í annað sinn. Þetta er orðið ágætt. Þrátt fyrir allar okkar syndir, þá eigum við þetta ekki […]

Sunnudagur 03.05 2015 - 14:26

Nýja stjórnarskrá!

Ég sat í stjórnlagaráði sumarið 2011. Við sömdum nýja stjórnarskrá á fjórum mánuðum og ég held að þetta hafi verið gott verk. Auðvitað ekki fullkomið verk, en hefði verið til verulegra bóta á held ég öllum sviðum, og núna koma í næstum hverjum mánuði upp mál þar sem nýja stjórnarskráin hefði komið að gagni. Nú […]

Föstudagur 01.05 2015 - 23:37

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref

Já, það eru erfiðir tímar og það er atvinnuþref. Nú lítur út fyrir mestu vinnudeilur í áratugi. Og ekki að furða – launafólk hefur axlað miklar byrðar vegna hrunsins, en auðstéttir landsins hafa það – takk fyrir – fínt. Og á þessum degi launafólks, einmitt í dag þegar allt er strand í viðræðum þess sama […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!