Færslur fyrir október, 2012

Miðvikudagur 31.10 2012 - 11:49

„Hún sagðist vera dáin“

Tveir býsna ungir piltar á leið í skólasund voru að spjalla saman í búningsklefanum í Vesturbæjarlauginni í morgun. „Veistu að elsta konan í Frakklandi er 160 ára? Hún er líka dáin.“ „Nei,“ sagði hinn, „ég sá hana í sjónvarpinu og hún var lifandi.“ „Nehei,“ svaraði sá fyrri. „Ég sá hana líka, en þetta var bara […]

Þriðjudagur 30.10 2012 - 11:24

Sandy er ofsaveður, ekki „ofurstormur“

Óveðrið Sandy er víst enn að gera óskunda vestur í Bandaríkjunum og Kanada en telst ekki lengur fellibylur, því dregið hefur úr vindhæð. Í íslenskum fjölmiðlum hefur verið nokkuð á reiki hvað á að kalla þetta veður og á Vísi.is í morgun var Sandy kölluð „ofurstormur“. Það er fullkominn óþarfi. Við eigum góð og gild […]

Laugardagur 27.10 2012 - 15:45

Hver nennir að hlusta?

Það skiptir heilmiklu máli hvaða skoðun núverandi forystumenn Sjálfstæðismenn hafa á ýmsum mikilvægum málum nútímans, svo sem gjaldmiðilsmálum, stjórnarskrá og fleiru. Það skiptir líka máli í hvaða átt ungir sjálfstæðismenn ætla í framtíðinni. En ég verð að segja að það er alveg stórlega óintressant hvað þeir þusa, þeir beisku og tapsáru fyrrum forystumenn flokksins sem […]

Þriðjudagur 23.10 2012 - 09:19

Kjörsókn og sátt

Fáeinar athugasemdir um þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag   Í fyrsta lagi: Kjörsókn var meiri og stuðningur við tillögur stjórnlagaráðs mun öflugri en flestir virðast hafa gert ráð fyrir. Um það er engum blöðum að fletta. Það er kjánalegt að gera lítið úr kjörsókninni. Miðað við allar forsendur málsins og borið saman við álíka atkvæðagreiðslur hér heima […]

Mánudagur 22.10 2012 - 09:52

Eitthvað jákvætt

Guðmundur Andri Thorsson skrifar að mínum dómi skynsamlega um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Fréttablaðið í morgun. Sjá hér. Ég vek sérstaka athygli á niðurlagsorðunum, og vona að þingmenn sem núna ná tillögurnar til meðferðar taki þau til sín. Ég sat náttúrlega í stjórnlagaráði, en ég held samt að mér sé óhætt að segja að þau séu sönn. […]

Sunnudagur 21.10 2012 - 17:18

Sátt

Ég heyri sagt að nú ættu stuðningsmenn tillagna stjórnlagaráðs að teygja sig langar leiðir til andstæðinga þeirra tillagna, svo að skapa megi sátt. Ég er að sjálfsögðu alltaf og ævinlega fylgjandi sáttum í hverju máli. En mér finnst samt að orðræða af þessu tagi sé byggð á ákveðnum misskilningi. Sátt um grundvöll að nýrri stjórnarskrá […]

Sunnudagur 21.10 2012 - 14:38

Lærðu að taka mótlæti

Þetta er hinn besti dagur. En það er samt svolítið sorglegt að sá andstæðinga stjórnlagaráðstillögunnar reyna að halda því fram að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær hafi verið eitthvað annað en stórsigur þeirra sem sögðu „já“ við fyrstu spurningunni. Ef 66 prósent hefðu sagt „nei“, hve líklegt er þá að Bjarni Benediktsson hefði komin dapurlegur á […]

Sunnudagur 21.10 2012 - 00:59

Nú fáum við nýja og betri stjórnarskrá

Stuðningur við tillögur stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær var miklu meiri en ég þorði að vona. Hann var einfaldlega mjög afgerandi, og kosningaþáttakan var bara fín. Prívat og persónulega þakka ég auðmjúklega fyrir að hafa fengið að taka svolítinn þátt í þessu öllu saman, og þakka öllum öðrum sem við sögu komu. Öllum sem áttu […]

Laugardagur 20.10 2012 - 13:01

Stjórnarskráin okkar

Mín góða þjóð. Farið nú á kjörstað og kjósið um nýja stjórnarskrá. Þetta er sannarlega möguleiki sem margar þjóðir myndu öfunda okkar af. Í tillögum stjórnlagaráðs eru vissulega ýmis álitamál sem enn má ræða um stund, en þar er þó ekkert hættulegt á ferðinni. Svo farið og kjósið. Látum ekki taka af okkur réttinn til […]

Laugardagur 20.10 2012 - 09:46

Hver fær að sjá stjórnarskrá Sjálfstæðisflokksins?

Ég ætla að brjóta reglur um að bannað sé að vera með áróður á kjörstað. Ég mun samt ekki vera með fána og veifur niðrí Ráðhúsi þegar ég fer sjálfur að kjósa á eftir. Ég meina þennan pistil. Því kjörstaður í þessu tilfelli er fyrst og fremst hugur hvers einasta kjósenda. Þegar hún eða hann […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!