Færslur fyrir september, 2012

Mánudagur 24.09 2012 - 18:01

Hvað er svona hættulegt?

Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri og leiðarahöfundur spyr nokkurra spurninga um stjórnarskrármálið, sem ég leyfi mér að birta hér í heild. Því þetta eru allt spurningar sem ég hef sjálfur glímt við: „Þeir sem eru spurðir, fá tækifæri til að hugsa, móta afstöðu, taka ákvarðanir, taka ábyrgð, gera mistök, læra af mistökunum og þroskast. Þeir sem […]

Föstudagur 21.09 2012 - 12:14

Er Bjarni Benediktsson mikilhæfur og djúpskreiður stjórnmálaforingi?

Á stundum hefur mér þótt ómögulegt annað en bera dálitla virðingu fyrir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Hann varð formaður á erfiðustu tímum í sögu flokksins og hefur mátt glíma við ýmsar þær uppákomur innan flokksins og í samfélaginu að sumir hefðu líklega bara gefist upp – eða farið á taugum. En hann hefur seiglast í […]

Sunnudagur 16.09 2012 - 20:01

Djúpið

Ég var að horfa á myndina Djúpið eftir Baltasar. Mikið er þetta fín mynd. Þó hún lýsi afar dramatískum og sorglegum atburðum er hún lágróma og einlæg. Mér virðist sem allir sem störfuðu við myndina hafi unnið sín verk með miklum sóma. Persónurnar eru alvöru fólk. Ólafur Darri er eins og skapaður í hlutverkið, en […]

Föstudagur 14.09 2012 - 16:34

Geggjuð auglýsing

Á Facebook var ég að rekast á þessa auglýsingu sem hér fylgir að neðan. Prakkari nokkur þurfti endilega að vera að grafa þetta upp. Mér hefur á sínum tíma tekist að loka augunum fyrir þessari auglýsingu. En horfið endilega á þetta ef þið viljið upplifa aftur móralinn nokkru fyrir hrun. Og einkum rifja upp af […]

Fimmtudagur 13.09 2012 - 21:36

Halló! Halló!

Þessir ógurlega fínu nýju símar allir, skyldi líka fylgja þeim eitthvað að segja?      

Mánudagur 10.09 2012 - 20:06

Hundraðasta og ellefta meðferð á 111. greininni

Í fyrragær skrifaði ég þetta hér á bloggsíðuna mína. Þetta er hvatning til fólks að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir mánuð, þar sem fólk fær tækifæri til að segja skoðun sína á stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs. Nema hvað, þá komu fram að minnsta kosti tvær athugasemdir þar sem harðir ESB-andstæðingar lýstu því yfir að þeir vildu ekki sjá […]

Mánudagur 10.09 2012 - 14:54

Teboð ungra sjálfstæðismanna

Þetta hérna er eiginlega með töluverðum ólíkindum: Ungir sjálfstæðismenn ætla sem sé að fara að berjast gegn sósíalisma og hafa fundið andlit hans í því fólki sem sjá má á þessu plakati. Látum Íslendingana vera. Þeir hafa örugglega sumir ekkert á móti því að vera á þessu plakati. En að þarna sé einnig að finna […]

Laugardagur 08.09 2012 - 15:25

Annað væri fáránlegt

Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs verður 20. október. Þar verður vonandi settur einn af endapunktunum aftan við hið merkilega ferli sem við Íslendingar höfum farið í gegnum til að eignast nýja stjórnarskrá. Ferli sem margar aðrar þjóðir öfunda okkur af, hefur maður orðið var við. Sumir halda því fram að kjörsókn verði fremur lítil, því stór […]

Fimmtudagur 06.09 2012 - 20:53

Spádómur

Fyrsta platan sem ég keypti mér um ævina var Blood On The Tracks með Bob Dylan. Eitt af helstu meistaraverkum hans. Næstu tvær plötur á eftir, Desire og Street-Legal, voru líka fínar, jafnvel sú seinni. Og ég útvegaði mér flestar af eldri plötunum hans. Við Dylan fylgdumst vandlega að í lífinu í mörg ár. Svo […]

Fimmtudagur 06.09 2012 - 18:20

Góðir menn kosta, hóhó

Margir réttlæta þá ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra að hækka laun Björns Zoëga svo skyndilega og svo mikið með því að „góðir menn kosta“ og það sé bara staðreynd að borga verði færum stjórnendum há laun, svo þeir fari ekki annað. Þessar röksemdir heyrðum við einmitt oft í byrjun „góðærisins“ þegar laun bankamanna og annarra foringja […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!