Færslur fyrir desember, 2011

Föstudagur 30.12 2011 - 17:46

Burt með ráðherrana

Einu sinni voru til starfsheitin „hjúkrunarkona“, „fóstra“ og „flugfreyja“. Eins og augljóst má vera af orðunum voru eingöngu konur í þessum stéttum. Svo fóru tínast einn og einn karlmaður í þessi störf, og þá varð kvenleiki orðanna til vandræða. Það sér það hver maður að það var engin leið að fúlskeggjaður karl með typpi og […]

Föstudagur 30.12 2011 - 08:55

Fjögur ár

Árið 2012 er að renna upp. Snemma hausts verða liðin fjögur ár frá hruninu. Fjölmargt nauðsynlegra verka bíður enn. Hvar eru til dæmis rannsóknarnefndirnar? Hvar er ný stjórnarskrá? Og svo framvegis. Þessu þarf að ljúka, því við megum ekki gleyma neinu, en svo verðum við líka að fara að snúa okkur að öðru.

Föstudagur 30.12 2011 - 08:35

Strangur fréttamaður

Í fyrrinótt kyngdi niður snjó í Reykjavík eins og allir vita. Var ekki um að ræða meiri snjókomu á styttri tíma en dæmi eru um lengi? Í gærkvöldi heyrði ég svo í fréttum viðtal við borgarstjórann Jón Gnarr þar sem hann sagði frá því að mun meiri peningum hefði verið eytt í snjómokstur í borginni […]

Laugardagur 24.12 2011 - 08:27

Megi nú fara að birta

Þegar ég var lítill drengur hlustaði ég með næstum óttablandinni virðingu á jólakveðjurnar í útvarpinu á Þorláksmessu. Með hátíðlegri rödd þularins sendi fólk hugheilar jólakveðjur til ættingja og vina og auðvitað um leið til allrar þjóðarinnar. Hugheilar – göfugt orð sem annars heyrist aldrei nema í jólakveðjum. Og ég hugsaði: „Mikið hlýtur það fólk að […]

Fimmtudagur 22.12 2011 - 13:19

Opinbera rannsóknarnefnd takk

Í skínandi fínum leiðara Fréttablaðsins í dag (sjá hér) fjallar Þórður Snær Júlíusson um grein í nýútkomnu hefti af tímaritinu Sögu, þar sem Björn Jón Bragason skrifar um einkavæðingu bankanna 2002, sér í lagi „sölu“ á Búnaðarbankanum til S-hópsins. „Sala“ er hér innan gæsalappa, enda væri „gjöf“ nær lagi. Það er greinilega full ástæða til […]

Fimmtudagur 22.12 2011 - 09:46

Ævintýralega flottar þjóðleiðir, og fleiri bækur

Í jólabókaflóðinu beinist yfirleitt mest athygli að skáldsögum en það eru fleiri bækur á kreiki. Hér eru nokkrar sem mér finnst athyglisverðar: 1001 þjóðleið eftir Jónas Kristjánsson er náttúrlega ævintýralega flott. Þarna eru taldar upp göngu- og reiðleiðir um allt land, sýndar á mjög aðgengilegu korti og stutt og gagnorð lýsing á hverri leið. Svo […]

Miðvikudagur 21.12 2011 - 11:49

Það sækir enginn orðstír sinn til dómstólanna

Það verður að fara að stöðva hina vaxandi tilhneigingu til meiðyrðamála. Nú hafa tveir kaupsýslumenn stefnt Ragnari Önundarsyni fyrir að hafa sagt að þeir væru „féflettar“ en ekki „fjárfestar“. Ég tek það skýrt fram að ég veit nákvæmlega ekkert um málið. Ég þekki hvorki mennina tvo, né Ragnar. Það getur vel verið að orð Ragnars […]

Þriðjudagur 20.12 2011 - 20:56

Eru listamenn studdir „út í eitt“, já?

Handboltalandslið kvenna stóð sig um daginn framar öllum vonum á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Gott hjá þeim, og til lukku! Á hinn bóginn vakti athygli að þegar fyrirliði liðsins fór í viðtal eftir síðasta leikinn var henni efst í huga að kvarta yfir algjöru peningaleysi íþróttahreyfingarinnar. Á meðan listamenn væru studdir „út í eitt“. Nú hefur […]

Þriðjudagur 20.12 2011 - 20:05

Skelfileg sjón

Það er mikil spurning hvort maður á í raun að hvetja fólk til að horfa á myndband eins og þetta hér (einnig birt að neðan), sem sýnir egifska herlögreglumenn misþyrma mótmælendum þar í landi. Þetta er ömurleg sjón í alla staði. En þrátt fyrir allt er skárra að vita hvað er að gerast í veröldinni […]

Mánudagur 19.12 2011 - 11:58

Valdabrölt í helvíti

Það var Gagga Lund sem vakti athygli mína á sínum tíma á tilveru Chaim Rumkowskis. Hún benti mér á frásögn um hann í einni af bókum Primo Levis, ítalska efnafræðingsins og rithöfundarins sem lifði af ársvist í Auschwitz, útrýmingarbúðum nasista fyrir Gyðinga og fleiri. Saga Rumkowskis er ótrúleg hryllingssaga, hvernig svo sem maður túlkar hana. […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!