Föstudagur 30.12.2011 - 08:35 - FB ummæli ()

Strangur fréttamaður

Í fyrrinótt kyngdi niður snjó í Reykjavík eins og allir vita. Var ekki um að ræða meiri snjókomu á styttri tíma en dæmi eru um lengi? Í gærkvöldi heyrði ég svo í fréttum viðtal við borgarstjórann Jón Gnarr þar sem hann sagði frá því að mun meiri peningum hefði verið eytt í snjómokstur í borginni en áætlað hefði verið. Jafnframt lýsti hann því hvernig starsmenn borgarinnar hefðu byrjað snjómokstur klukkan fjögur að morgni og lagt sig alla fram.

Fréttamanninum þótti þó lítið til um. Hann spurði strangur í málrómnum: „Samt urðu margir fyrir truflunum á leið í vinnu. Er það ásættanlegt?“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!