Færslur fyrir febrúar, 2012

Þriðjudagur 28.02 2012 - 09:39

Þrjúbíó á Bessastöðum

Ég verð að viðurkenna að ég skammast mín svolítið fyrir hönd þeirra félaga minna í stétt fjölmiðlamanna sem fóru að fylgjast með blaðamannafundinum á Bessastöðum í gærdag. Því þeir áttu auðvitað allir sem einn að hafa þrek til að draga þessa uppákomu sundur og saman í háði. Vitanlega eiga fjölmiðlamenn ekki að opinbera persónulegar skoðanir […]

Sunnudagur 26.02 2012 - 14:04

Búsáhaldabyltingunni var ekki stjórnað

Veturinn 2008-2009 fór gremja í samfélaginu sívaxandi. Hrunið hafði orðið um haustið, og það varð æ augljósara að það myndi valda miklum búsifjum í samfélaginu næstu árin. Á sama tíma lét ríkisstjórn Geirs Haarde eins og ekkert væri, og það væri bara eðlilegasti hlutur í heimi að hún sæti sem fastast, og allt hennar fólk. […]

Laugardagur 25.02 2012 - 09:25

Ekki á valdi hans

Heilmiklar umræður hafa spunnist kringum síðasta pistil minn þar sem ég gagnrýndi Guðberg Bergsson fyrir skrif hans um strákinn með gerði bjölluatið. Sumum fannst greinilega að ég væri að mæla fyrir samfélagi þar sem ekki mætti bregðast fast við brögðóttum krökkum. Sá skörulegi myndlistarmaður Jón Óskar Hafsteinsson var einna eindregnastur fulltrúi þeirra sem svo hugsuðu, […]

Föstudagur 24.02 2012 - 08:50

Sorgleg mistök

Guðbergur Bergsson rithöfundur hefur skrifað nokkur af betri verkum íslenskra bókmennta, um það er engum blöðum að fletta. Og sumir af pistlum hans um samfélagsmál eru allt að því klassískir – fáir segja þjóð sinni betur til syndanna en hann, þegar vel tekst til. En öllum getur skjöplast og í viðleitni sinni til að koma […]

Þriðjudagur 21.02 2012 - 10:57

Stund sem ég hefði viljað sleppa við

Við sem sátum í stjórnlagaráði á síðasta ári afgreiddum frumvarp okkar til nýrrar stjórnarskrár með 25 atkvæðum gegn engu. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að verk okkar sé fullkomið, en það þýðir að við lögðum okkur fram um að ná samkomulagi sem vit væri í. Ef frumvarpið væri tilgangslaust miðjumoð, eða eitthvað verulega umdeilanlegt væri […]

Miðvikudagur 15.02 2012 - 16:07

Píslarvætti 101

Eins og ég hef margoft tekið fram, þá er ég fljótur að missa þráðinn þegar farið er að tala um flókna fjármálagerninga og bókhald og tala nú ekki um vafninga – og þess vegna ætla ég ekki að leggja neinn dóm á Vafningsmál Bjarna Benediktssonar. Hins vegar fannst mér dálítið erfitt að horfa á Kastljósviðtalið […]

Þriðjudagur 14.02 2012 - 14:37

Höft og kreppa

Jónas H. Haralz var að deyja, 93ja ára gamall. Hann átti mjög merkilegan feril að baki. Hann fæddist 1919. Faðir hans var séra Haraldur Níelsson, einn kunnasti prestur landsins á sinni tíð og ekki síst þekktur fyrir áhuga sinn á spíritisma. Hann lést þegar Jónas var barn að aldri. Móðir Jónasar var Aðalbjörg Sigurðardóttir. Eftir […]

Þriðjudagur 14.02 2012 - 11:19

Bösl í hnasli, sýsl í rusli og þeyþey

Þetta hér er eiginlega alveg óleyfilega fyndið. Össur Skarphéðinsson svaraði einhverri fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur og vitnaði óbeint í Íslandsklukkuna (og Íslandssöguna) þegar hann kvað fyrirspurnina ekki heyra undir sitt ráðuneyti: „Hér er því rangur hattur settur á ráðuneytið, líkt og þegar Jón Hreggviðsson setti upp hatt böðulsins í Galtarholti forðum.“ Það finnst Siv Friðleifsdóttur svívirða […]

Mánudagur 13.02 2012 - 12:00

Kominn með uppí kok

Þið fyrirgefið en ég er að verða kominn með uppí kok af hagfræðingum. Og hagfræði yfirleitt. Það mætti ætla að það væri tiltölulega einföld spurning hvort gerlegt væri að fara út í býsna almenna skuldaniðurfellingu í 300.000 manna samfélagi. Og það ætti líka – skyldi maður ætla – að vera frekar einfalt mál að komast […]

Fimmtudagur 09.02 2012 - 20:20

Siðbót Rannveigar Ásgeirsdóttur

Rannveig Ásgeirsdóttir bauð sig fram til að standa fyrir „siðbót“ í Kópavogi. Fallegt dæmi um siðbót hennar mátti sjá í örstuttu viðtali við sjónvarpið fyrr í kvöld. Þar fór Rannveig undan í flæmingi, heldur svona hrokagikksleg á svip, skipti um umræðuefni, drap spurningu á dreif og útskýrði að fyrri orð, sem virtust svo skýr, hefðu […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!