Færslur fyrir nóvember, 2011

Miðvikudagur 30.11 2011 - 15:57

Ekki svarthvítur heimur

Þegar ég var svona tíu ellefu ára var ég í sveit á sumrin norður á Ströndum. Einu sinni kom kona í heimsókn sem mér fannst vera býsna gömul en hefur líklega verið bara rétt á miðjum aldri. Hún var fjörug og skemmtileg og taldi ekki eftir sér að skeggræða við barnið um flest milli himins […]

Þriðjudagur 29.11 2011 - 14:56

Rétt úr bakinu

Það er afar gleðilegt að þingmenn hafi nú samþykkt stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínumanna. Í fljótu bragði er erfitt að finna nokkra þjóð sem býr við ömurlegri aðstæður en Palestínumenn. Mörgum má þakka fyrir þennan áfanga – svo ég líti mér nú persónulega svolítið nærri, þá er ég til dæmis viss um að mín góða móðir […]

Þriðjudagur 29.11 2011 - 12:01

Vitfirringur

Fjöldamorðinginn í Noregi hefur nú verið úrskurðaður ósakhæfur. Það kemur sjálfsagt mörgum í opna skjöldu, því skilgreiningin á ósakhæfi vegna geðveiki er yfirleitt á þá lund að viðkomandi hafi ekki gert sér grein fyrir gjörðum sínum, eða ekki ráðið við sig á einhvern hátt. Morðsvínið í Noregi gerði sér hins vegar fulla grein fyrir gjörðum […]

Mánudagur 28.11 2011 - 10:30

Glópar og glæpamenn

Í mörg herrans ár hef ég harmað það um hver jól að Bragi frændi minn sé ekki að senda frá sér bók. Því maðurinn hefur einstakt lag á orðum, og þekkir betur til Íslendinga en flestallir aðrir á landinu. Eins og áhorfendur Kiljunnar hafa fengið að kynnast undanfarin ár. En nú er bókin hans Braga […]

Mánudagur 28.11 2011 - 07:39

„Foringinn“

Í DV í morgun er frétt um sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum, sem fram fór 2003. Þá hringdi Helgi S. Magnússon einn af hinum víðfrægu reddurum Framsóknarflokksins í einn þeirra sem var að hugsa um að bjóða í hlutinn, og vildi telja hann ofan af því. Því „[f]oringinn væri búinn að ákveða hver […]

Sunnudagur 27.11 2011 - 15:40

Syndir sósíalista

Á nýliðnum fundi sagnfræðinga var rætt um íslenska kommúnista og sósíalista. Tilefni fundarins voru ásakanir frá Þór Whitehead og einnig Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um að þeir hefðu verið hálfgerðar strengjabrúður sovéskra kommúnista. Ýmsir hafa andmælt því (sjá til dæmis hér) og bent á að þjóðernisstefna hafi verið mjög rík í íslenskum vinstrimönnum, og jafnvel sterkari […]

Laugardagur 26.11 2011 - 08:57

Hin erlendu yfirráð

Í gær lýsti ég skilningi á þeirri ákvörðun Ögmundar Jónassonar að veita kínverskum aðilum ekki undanþágu til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum, af þeirri ástæðu að hvort sem mönnum líkar betur eða verr gangi það einfaldlega í berhögg við núgildandi lög. Þegar ég skrifaði þetta hafði ég hins vegar ekki tekið nógu vel eftir þeirri […]

Föstudagur 25.11 2011 - 21:29

Halda ró sinni, krakkar mínir, halda ró sinni

Svona inní mér er ég á móti því að í gildi séu lög sem banna tilteknum hópum, til dæmis útlendingum, að eiga eignir á Íslandi. Ef ég ætti einhvurn pening væri ég alveg til í að eiga eignir um víða veröld, og ekki get ég farið að banna öðru fólki það sem ég vil hafa […]

Fimmtudagur 24.11 2011 - 13:35

Félagslegt réttlæti á Íslandi

Ég kann ekki mikil skil á þeim útreikningum sem hér koma fram, eða á hverju er byggt. En samkvæmt þessum erum við Íslendingar með hæstu einkunn í félagslegu réttlæti. Hærri en allar hinar Norðurlandaþjóðirnar sem koma næstar. Við erum til dæmis alveg góðum sjónarmun á undan hinum víðfræga og forríka Noregi! Það er aðeins á […]

Fimmtudagur 24.11 2011 - 10:50

Páll Heiðar

Útför Páls Heiðars Jónssonar útvarpsmanns með meiru verður gerð í dag. Ég þekkti Pál Heiðar ekki persónulega en um það leyti sem ég var að byrja að fylgjast með samfélagsmálum var hann í hópi hinna allra athyglisverðustu útvarpsmanna. Hann byrjaði til dæmis ásamt Sigmari B. Haukssyni með morgunútvarp sem helgað var samfélagsmálum, en fram að […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!