Færslur fyrir janúar, 2012

Þriðjudagur 31.01 2012 - 18:35

Ljúkum málinu

Þegar frétt kom í útvarpinu áðan sem mér heyrðist eiga að snúast um skoðanir Ólafar Nordal á málssókninni gegn Geir Haarde, þá verð ég að viðurkenna að ég skipti um stöð. Með djúpri virðingu fyrir Ólöfu orkaði ég ekki í bili að heyra skoðanir hennar á þessu einu sinni enn. Ég verð æ sannfærðari um […]

Þriðjudagur 31.01 2012 - 16:08

Þungur dómur?

Sú frétt fór framhjá mér í fyrri viku að þann 24. janúar síðastliðinn var kveðinn upp dómur yfir bandaríska liðþjálfanum Frank Wuterich. Hann var ákærður fyrir að hafa ásamt mönnum sínum hafið skothríð á óvopnaða óbreytta borgara í Haditha í Írak 19. nóvember 2005. Alls létu 24 lífið, þar á meðal konur og börn, og […]

Þriðjudagur 31.01 2012 - 14:43

Sökudólgarnir fundnir

Þegar ég var strákur var sú mynd sem maður hafði af Íslandssögunni um 1600-1800 ansi ófögur. Heimildir í skólabókum gáfu til kynna nánast helvíti á jörð. Þjóðin alltaf um það bil að drepast úr hungri, vosbúð og kulda. Og af því þegar ég var strákur þá eimdi enn mjög eftir heimssýn sjálfstæðisbaráttunnar í skólabókum, þá […]

Mánudagur 30.01 2012 - 12:15

Betra er seint en aldrei

Allmargir þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Hreyfingarinnar eru nú að undirbúa tillögu um skipan rannsóknarnefndar sem á að fara yfir einka(vina)væðingu bankanna 1998-2003. Skúli Helgason mun vera þar fremstur í flokki. Um þetta er aðeins eitt að segja: Þó fyrr hefði verið!! Þessi einka(vina)væðing Landsbanka og Búnaðarbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins varð afar afdrifarík og lítill […]

Laugardagur 28.01 2012 - 08:19

Er verið að gera gys að okkur?

Það læðist að manni illur grunur. Hæstiréttur sýknar fólk af ákæru um innflutning á eiturlyfjum. Meðal annars og kannski ekki síst vegna þess að meðal þeirra gagna sem lögð voru fram í málinu var upptaka af trúnaðarsamtali eins hinna grunuðu við lögfræðinginn sinn! Lögreglan hafði ekki séð neitt athugavert við að nota upptökuna gegn sakborningnum, […]

Föstudagur 27.01 2012 - 07:20

Vafningur Glitnis, Milestone og Engeyinga

Það er full ástæða til að vekja athygli á grein Hallgríms Helgasonar rithöfundar í DV í dag, þar sem hann rekur Vafningsmálið sem nú er á sinni hægu en vonandi öruggu siglingu í réttarkerfinu. Af einhverjum ástæðum hafa aðrir fjölmiðlar en DV lítt eða ekki sinnt þessu máli, sem var eins og dæmigerð „skítaredding“ í […]

Miðvikudagur 25.01 2012 - 12:21

Minni samgöngur milli lands og Eyja!

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur þungar áhyggjur af stöðugum ferðalögum íslenskra embættismanna til Brussel. Þetta er afar umdeilanlegt sjónarmið, eins og til dæmis kemur fram hér. Og vissulega virðist það nokkuð sérkennilegt, viðhorf Ögmundar í garð embættis- og stjórnmálamanna sem halda á málum Íslands í útlöndum. Og Egill Helgason bendir hér á að Norðmenn, samherjar okkar […]

Laugardagur 21.01 2012 - 21:14

Sterki maðurinn

Ég sá í gær fréttatíma í danska sjónvarpinu þar sem fjallað var um ástandið í Ungverjalandi. Þar er Viktor Orbán forsætisráðherra og hefur verið síðan 2010, en áður gegndi hann embættinu frá 1998-2002. Ungverjar áttu við miklar efnahagsþrengingar að stríða 2010 eins og fleiri, og Orbán sannfærði stóran hluta þjóðarinnar um að hann hefði lausnirnar. […]

Fimmtudagur 19.01 2012 - 14:29

Baltasar

Það er full ástæða til að óska Baltasar Kormáki til hamingju með hinn góða árangur sem nýja myndin hans er að ná í Ameríku. Og Lilju konunni hans líka – sem vafalítið á sinn þátt í árangri hans. Baltasar hefur náð frábærum árangri – og vissulega máske ööööörlítið óvæntum ef litið er töluvert aftur í […]

Miðvikudagur 18.01 2012 - 09:01

Sýndaruppgjör

Slitastjórn Landsbankans hefur nú höfðað mál gegn sjö einstaklingum vegna tugmilljarða, sem runnu út úr bankanum daginn fyrir hrun hans. Einstaklingarnir eru æðstu stjórnendur bankans, og nokkrir stjórnarmenn. Að því er mér sýnist við lauslega skoðun á málshöfðun slitastjórnarinnar er því ekki haldið fram að stjórnarmennirnir hafi persónulega gengið út úr bankanum með seðlabúnt í […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!