Þriðjudagur 31.01.2012 - 16:08 - FB ummæli ()

Þungur dómur?

Sú frétt fór framhjá mér í fyrri viku að þann 24. janúar síðastliðinn var kveðinn upp dómur yfir bandaríska liðþjálfanum Frank Wuterich.

Hann var ákærður fyrir að hafa ásamt mönnum sínum hafið skothríð á óvopnaða óbreytta borgara í Haditha í Írak 19. nóvember 2005.

Alls létu 24 lífið, þar á meðal konur og börn, og gamalt fólk. Flestir voru skotnir margoft af stuttu færi.

Þetta var skelfilegur atburður – um hann má lesa hér.

Átta landgönguliðar voru dregnir fyrir dóm vegna málsins, en smátt og smátt voru ákærur gegn sjö þeirra dregnar til baka.

Eftir stóð Frank Wuterich.

Hann lýsti sig að lokum sekan um vanrækslu í starfi, og þá voru allar aðrar ákærur gegn honum felldar niður.

Og fyrir viku var hann sem sagt dæmdur til þeirrar refsingar að vera lækkaður í tign.

Og já, hann var sviptur þrem fjórðu af laununum sínum í þrjá mánuði.

Hér að neðan er mynd af Wuterich. Ekki eru til myndir af fórnarlömbunum 24.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!