Færslur fyrir janúar, 2013

Fimmtudagur 24.01 2013 - 18:08

Fagnaðarefni, bara fagnaðarefni

Það hefur tekið áratugi að koma kynferðisbrotamálum út úr skuggasundunum þar sem glæpamennirnir og níðingarnir vilja halda þeim. Nú hefur stíflan loksins brostið og fólk er í stórum stíl tilbúið að stíga fram og segja sína sögu og benda á hina seku. Þetta er mjög, mjög gleðileg þróun og löngu tímabær. Ég vona að bæði […]

Miðvikudagur 23.01 2013 - 15:15

Merkilegar myndir: Ísland fyrir hundrað árum

Veftímaritið Lemúrinn hefur á síðustu mánuðum fundið mikið af gömlum ljósmyndum af Íslandi frá gömlum tímum. Nú birtir Lemúrinn frábærar myndir af síðu Landmælinga Íslands sem teknar voru af dönskum landmælingamönnum á fyrsta áratug 20. aldar. Það er full ástæða til að vekja athygli á þessu, sjáið hérna. Lemúrinn birtir aðeins hluta myndanna, en birtir […]

Mánudagur 21.01 2013 - 10:43

Þjóðsaga verður til

Þjóðsögur eru eðli málsins samkvæmt yfirleitt sprottnar upp á fyrri tíð og sjaldnast vitum við hvenær þær urðu til eða hverjir hleyptu þeim fyrst af stokkunum. Það er hins vegar skemmtilegt að fá að verða vitni að sköpun nýrrar þjóðsögu. Nú er nefnilega að verða til þjóðsagan um „hið veika íslenska flokkakerfi“. Það hversu veikt […]

Laugardagur 19.01 2013 - 15:58

Líka fyrir framsóknarmenn og sjálfstæðismenn

Hörður Torfason stóð fyrir útifundi á Austurvelli áðan þar sem Alþingi var hvatt til að afgreiða nýju stjórnarskrána. Þrátt fyrir að ekki viðraði vel til útifunda var þarna góður hópur af fólki samankominn. Ég flutti eftirfarandi pistil: Gott fólk. Hér erum við aftur samankomin, líkt og veturinn fyrir fjórum árum þegar stjórnvöld í landinu ætluðu […]

Föstudagur 11.01 2013 - 16:39

Þeir sem eiga um sárt að binda

Margt er athugavert í samfélagi okkar, það er mála sannast. En við erum þó yfirleitt ekki í lífshættu og við höfum nóg að bíta og brenna. Ólíkt hinum stríðshrjáðu Sýrlendingum, en þótt minna hafi farið fyrir hörmungum þeirra í fréttum hér síðustu vikur en var um skeið, þá hefur ástandið í landi þeirra alls ekki […]

Fimmtudagur 10.01 2013 - 19:37

Ekki missa af …

Makbeð er líklega einhver stysti og skýrasti harmleikur Shakespeares. Þar er ekkert illskiljanlegt á ferðinni – bara hrein dramatík og orðkynngi. Og fólk í heljargreipum metnaðar. Þjóðleikhúsið er að sýna Makbeð núna, og það er ástæða til að hvetja fólk til að skella sér. Leikritið verður nefnilega aðeins sýnt út janúar, vegna annarra verkefna í […]

Þriðjudagur 01.01 2013 - 18:49

Hlakka til að fá liðsinni Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar Grímsson fjallaði meðal annars um frumvarpið að nýrri stjórnarskrá í ágætu nýársávarpi sínu frá Bessastöðum. Hann sagði þar kost og löst á frumvarpinu frá sínum sjónarhóli, og eftirfarandi orð glöddu mig sérstaklega: „Góðar hugmyndir birtust svo í tillögum stjórnlagaráðs og njóta margar víðtæks stuðnings. Ný ákvæði um rétt þjóðarinnar til að krefjast atkvæðagreiðslu um hin […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!